Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Page 31

Morgunn - 01.06.1961, Page 31
MORGUNN 25 þeim í verk þarf auk verklegrar þekkingar að hafa hug- myndaflug og þrívíddarskyn. Aðalsmerki mannsins hefur aldrei verið það að hafa beittari vígtennur, hvassari klær og fimari líkama en önnur dýr, heldur þrá hans eftir því að finna skýringu á fyrirbrigðum tilverunnar, þar með talið sjálfum sér. Gyð- ingar leituðu hennar í andlegu sambandi við höfund lífs- ins, Grikkir eftir leiðum rökvísrar hugsunar, náttúruskoð- endur allra alda með athugun og samanburði á margvís- legum ytri fyrirbærum tilverunnar. Oft hefur verið villu- gjarnt á þessum leiðum öllum, en þó skilað fram. Efnishyggja 19. aldarinnar, sem hafði verið borin fram af Moleschott, Voigt, Búchner og mörgum fleirum nátt- úrufræðingum, en boðuð fáfróðum almenningi af Huxley, Herbert Spencer og Háckel, virtist hafa fundið hina réttu leið til lausnar á öllum ráðgátum lífsins í lok aldarinnar. Það vakti jafnvel gremju og harðar deilur, þegar hinn frægi lífeðlisfræðingur du Bois-Reymond hélt því fram fyrir 90 árum, að um það, hvað efnið og orkan væri í raun og veru, og það hvemig efnið færi að því að hugsa, yrðu vísindin að segja hreinskilnislega „ignorabimus", við mun- um aldrei vita. Voigt sem hafði hiklaust fullyrt, að heilinn gæfi frá sér hugsanimar á alveg sama hátt og lifrin gallið eða nýrun þvagið! Jafn ágætur vísindamaður og uppfinn- ingamaður og eðlisfræðingurinn William Thomson, sem aðlaður var undir heitinu Kelvin lávarður, hélt því fram, að atomin væru glerharðar og þéttar agnir, sem sveifl- uðust um í ethernum eða ljósvakanum, og etherinn, sem fyllti allan himingeiminn, væri vafalausasta staðreynd mannlegrar reynslu. Hann staðhæfði einnig, að hugsana- flutningur og fjarskynjanir hvers konar væru sprottnar af lélegri athugun, oft blandaðri vísvitandi blekkingum, sem hafðar væru frammi við hrekklaust fólk. Vísindamenn Viktoríualdarinnar voru ekki í vafa um, að Kelvin lávarður hefði á réttu að standa. Tilveran var í sannleika eins og vel smurð vél, tiltölulega einföld að gerð og auðveld í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.