Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Side 7

Morgunn - 01.06.1961, Side 7
Umræðufundur Stúdentafélags Reykjavíkur um sálarrannsóknir og spíritisma ★ 23. apríl s. 1. efndi Stúdentafélag Reykjavíkur til almenns umrœðufundar um sálarrannsóknir og spíritisma. En félagið efnir oft til slíkra umræðufunda um þau mál, sem efst eru á baugi með þjóðinni og það telur þörf á, að almenningi séu kynnt. A þessum umræðufundi voru þeir framsögumenn, Sra Jón Auðuns dómpróf. og Páll Kolka f. héraðslæknir. Form. félags- ins Matthías Jóhannessen ritstj. stýrði umræðum og Örn Þór hrlm. var fundarritari. Aðsókn var geisimikil. Áður en fundur hófst voru báðir salir Sjálfstæðishússins fullsetnir, þröng var út úr dyrum og margir urðu frá að hverfa. Blöðin sögðu þetta einn allra fjöl- mennasta fund Stúdentafélagsins, og bjujggust menn þó við, að meginefni fundarins yrði útvarpað síðar, eins og raun varð á. Hin mikla fundarsókn er að sjálfsögðu vottur þess, að mikill og almennur áhugi er fyrir málinu, sem til umræðu var. Þótt ríkisútvarpið hafi flutt þjóðinni framsöguerindin, er sjálfsagt, að Morgunn geymi þau. Mun lesendum mörgum ekki sízt þykja fróðlegt að lesa og íhuga ýmsar af röksemdum Kolka læknis, en sumar þeirra munu ýmsum lesenduin nýstárlegar. Var málflutningur læknisins bæði skýr og hófsamlegur, og margar röksemdir hans er öllum þeim nauðsyn að þekkja, sem áhuga fyrir sálarrannsóknamálinu hafa. Hinsvegar munu ýms- ir þeir, sem fundinn sótlu í þeirri von að læknirinn tætti vægð- arlaust í sundur og gerði rök spíritismans fyrir framhaldslífi að engu, hafa kennt nokkurra vonbrigða. En það fólk neyðist til að sætta sig við, að rök þess eru höfð að engu, þar sem málið er rætt af skynsemi og þekkingu. 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.