Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 6

Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 6
108 MORGUNN arinnar og hin, sem nemendur í skólum landsins, svo marg- falt fjölmennari hópur, hafði fyrir framan sig þegar heilsað var öðrum aldarhelmingi sjálfstæðisins? Líklega viðfelldnast að neyða engan til svars. Og það var þessi sami Þórhallur, sem fyrir hönd þjóðarinnar kom fram á svalir Alþingishúss- ins og ávarpaði mannfjöldann, er safnast hafði saman á Aust- urvelli til þess að kveðja hverfandi öld og, ef svo mætti segja, leiða nýju öldina í garð. Hann hóf mál sitt á þessa leið: „Það er fátt sem við getum fullyrt um ókomna tímann, en eitt getum við sagt með fullri vissu — að ekkert okkar, sem í kvöld erum hér komin saman til þess að heilsa nýrri öld, verður hér þegar hún kveður.“ Með þessum alvöru-orðum greip hann hugi áheyrenda sinna föstu taki, og því taki sleppti hann ekki ræðuna á enda. Hún varð þeim hugföst, mörgum líklega æfina út. Og nú eru þeir er á hlýddu, hart- nær allir horfnir út um sömu dyrnar sem ræðmnaðurinn sjálfur. Torvelt mundi að segja, hvern bæri hæst í þessu fágæta mannvali aldamótanna. Hina miklu og fjölvirku umbóta- menn, Guðmund Bjömsson og Guðmund Hannesson, hlýtur vitanlega lengi að bera hátt í menningarsögu okkar, og þar ætla ég að Guðmund Björnsson muni í rauninni bera hæst allra menningarfrömuða þeirrar tíðar. Hans afrek voru svo mörg og afdrifarík. Enginn ætlast til að ég telji þau upp í greinarstúf á borð við meðallagi langt sendibréf. En við skul- um grípa niður og rétt nefna tvö: stofnun Heilsuhælisfélags- ins (og þar með Vífilsstaðahælis) og stofnun Slysavarnarfé- lagsins. Það liggur við að okkur svimi þó að ekki sé lengra haldið, og þó eru þetta bara tvær vörður af mörgum með fram ævivegi þessa frábæra manns, sem hvergi komst niður í meðalmennskuna. Það sem hann vann íslenzkri tungu til efl- ingar og fegrunar verður aldrei metið. Og nafni hans mun reynast halda nokkuð vel í við hann þegar vandlega er athug- að. Hvað mundi ekki til þess gefandi að eiga nú slíka mn- bótamenn innan þjóðfélags okkar? Um þetta sama leyti eru þeir líka fyrir alvöru að koma fram á sjónarsviðið Einar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.