Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 38

Morgunn - 01.12.1975, Page 38
JACK HARRISON POLLACK: SÆTISTILRAUNIR Lesendur MORGIJNS hafa kynnst allítarlega hæfileikum liins mikla sjáanda Gerards Croisets i ógætum greinum séra Benja- mins Kristjánssonar hér í tímaritinu. Einn allra óskiljanlegasti hæfileiki ófreskra manna hefur ævinlega verið hvernig ])eir fara að þvi að skyggnast inni framtíðina. Visindamenn, og þó einkum sólfræðingar, hafa verið ötulir við að skýra hvers konar dulræn fyrirbæri, og ])á einkum stuðst við kenningar Freuds og annara brautryðjenda i sálfræðilegum efnum. Hvað snertir miðilshæfi- leikann, þá hefur mest þessarar viðleitni snúist um það, að kom- ast um fram allt hjá því að fallast ó skýringar spiritismans. Skýringar þeirra í þeim efnum eru allfróðlegar á stundum og iðulega svo stórfurðulegar, að þær eru miklu ótrúlegri en sú einfalda skýring sem miðlarnir sjálfir halda fram, nefnilega að fyrirbærin eigi rætur sínar að rekja til látinna manna. En hvað sein þvi líður hafa þó jafnvel Jiessir fróðu menn algjörlega gefist upp við að reyna að útskýra þá furðu, hvernig mönnum er kleift að skyggnast inní framtíðina. Þeim er í þessum efnum vorkunn, ])VÍ sennilega er ekki að vænta neinna líklegra skýringa é þessu stórfurðulega fyrirbæri fyrr en við höfum öðlast meiri þekkingu á hinu sanna eðli tímans. Sannanir fyrir því að til séu menn gæddir þessari undragáfu eni til í svo stórum stil, að nú dirfist enginn lengur að halda því fram að slikt sé hjátrúarþvaður. Á tuttugustu öldimii hefur enginn fært jafnskörulega fram sannanir fyrir þvi að vera gædd- ur þessum sjaldgæfa hæfileika og hollenzki sjáandinn Gerard Croiset. Hér ó eftir fer kafli úr bók um Croiset, þar sem greint er frá þvi með hverjum hætti þetta var visindalega sannað. Bókin hlaut ó íslenzku heitið Hugsýnir Gerards Croisets og var þýdd af ritstjóra þessa tímarits. En hún er eftir bandariska rit- höfundinn Jack Harrison Pollack. Kaflinn heitir Sœtistilraunir. Æ. R. K.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.