Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 10

Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 10
112 MORGUNN til þess, er þetta greinarkorn ritað, að vera mætti að þeir menn, sem bókmennta okkar eiga að gæta, léttu nú svefni. Betra er seint en aldrei. íslenzkum ritgerðum Dr. Helga Péturss, löngum og stutt- um, ber að safna og gefa þær út sómasamlega, og þar með skrá yfir ritgerðir hans á erlendum málum. Vera má að ein- hver svari þessari tillögu minni með því að segja, að greina- safn eftir þennan höfund hafi þegar verið gefið út fyrir nokkr- um árum. En svarið væri markleysa, því fræðilega er sú útgáfa gersamlega ónothæf. Þar er safnað saman brotum af handahófi og jafnvel ekki frá því skýrt, hvar eða hvenær hvert brot hafi upprunalega verið birt. Þegar ég frétti um útkomu þeirrar bókar, þótti mér sem góð tíðindi hefðu gerzt. Ég fór inn í bókaverzlun að kvöldi dags, rétt er loka skyldi, keypti bókina og fór með heim. Þar fór ég að skoða hana og brá heldur en ekki í brún. Það var líkast því að óviti hefði um hana fjallað, enda sagði einhver, að fjósamaðurinn á Hól- um hefði getað gert betur. Ekki veit ég hver fjósamaðurinn var á þeim fræga stað, en margur fjósamaður ætla ég að gert hefði eins vel. Næsta morgun fór ég aftur með bókina í téða bókaverzlun, og bað um að hún yrði tekin aftur, því ekki vildi ég eiga hana. Þetta var umtölulaust gert. Nei, svona á ekki að fara með verk snillinganna. Líkt og margur annar, ætlaði Helgi Péturss á yngri árum að heimurinn væri efnið eitt, eins og við sæjum það og fynd- um til þess. Við dýpri íhugun komst hann að þeirri niður- stöðu, að svo gæti ekki verið. Þetta varð til þess, að hann tók til sinna heimspeki og sálarrannsóknum og komst m. a. að þeirri niðurstöðu, að dauðinn væri ekki endir lífsins og að persónuleiki mannsins héldist út yfir dauðann. En einkum sinnti hann því sviði sálarrannsókna, sem um of hefir verið vanrækt, en það er eðli drauma. Sumar ályktanir hans um þessi efni hygg ég að séu næsta frumlegar, en fjam því, að ég þori um þær að dæma, og hygg þó að nokkrar þeirra séu harla vafasamar. Mér virtist sem hann gæti ekki með öllu losað sig úr fjötrum sinnar fyrri efnishyggju. Þrátt fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.