Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 57

Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 57
BHAGAVAD GITA 159 tækifæri fyrir hina ódauðlegu sál til ögunar og náms, ef hún kann að greina með réttum skilningi, túlkun og viðhorfum hvað styrjöld útheimtir og hvaða möguleika hún veitir. Allt er undir vitneskjunni um það komið, að einmitt þetta er grundvallaratriði, og þessu má ekki missa sjónir á. Svo skýrt er þetta sett fram og túlkað í ljóðunum, bæði beint og eins óbeint og í óeiginlegri eða táknlegri merkingu, að það getur ekki farið framhjá neinum sem hugleiðir efnið og skoðar af gaum- gæfni. Og á einum stað kemur J)etta fram með þeim sérstaka hætti að sagt er: „Sæll er sá hermaður, sem fær að taka þátt í réttlátu stríði.“ — En einmitt þessi staðreynd, að Jmrfa raun- verulega að berjast baráttu lífsins er það, sem brýtur margan manninn niður í lífinu. -—• Þetta er streita hins vestræna manns, sem skilur ekki lögmál síns eigin lífs og hrekst eins og rekald án stefnumörkunar og skilnings í hinu mikla öldu- róti. — Þetta er einmitt hið sama sem hendir prinsinn Arjuna í frásögn helgiljóðanna; hann skilur ekki og honum fallast hendur, og hann kastar frá sér vopnum sínum og neitar að heyja baráttuna. — I Ijóðunum er það einnig undirstrikað sem meginatriði, að í þessum heildarleik lífsbaráttunnar sé skyld- an sifelt höfð fyrir augum; hana verði að rækja óbrigðilega í lífi sínu; hún sé hin æðsta köllun sem manninum beri að fullnægja án þess að láta hugfallast. — Um þetta seg- ir á einum stað að hún sé „opin leið til himins“. — Undir- stöðuatriði þess að þetta sé manninum mögulegt er hin ófrávíkjanlega lifsregla, að hann skuli vera fullkomlega óiháð- ur ávöxtum og árangri verka sinna þá er hann rækir skyldur sínar og köllun: gildir einu hvort þessir ávextir eru hon- um ávinningur eða skaði. Þessu til áréttingar er ennfremur sagt, að starf framkvæmt af góðhug, án vonar um árangur eða ávinning, sé leiðin til lausnar og andlegs friðar. Starf allt framkvæmt sem fórn til Almættisins, af kærleika til alls og með velferð heimsins fyrir augum, hefji einstaklingin upp yfir hið tímanlega og gjöri hann barn eilífðar og alveru. Athöfn framkvaíind í óeigingirni jafngildi athafnaleysi, að því leyti að hún fjötri ekki, Verkin skuli þannig unnin sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.