Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 48
150 MORGUNN
Fimmta mál — Tveir ókunnngir, tva>r myndir.
Sætis-tilraun var undirbúin í Kaiserlautern í Þýzkalandi,
morguninn 2. júní 1952 til þess að sýna sama kvöld í vín-
borginni Neustadt. Þótt Croiset sjálfur kysi að þessu sinni
sætið á uppdrættinum yfir áhorfendaplássið, þá blönduðust
tvær myndir saman hjá honum.
„Ég sé grannvaxna konu, ljóshærða í blússu og með grænt
sjal. Hún situr til hliðar við borð hjá þéttvöxnum manni.
Leit hún á krossmerki þar sem á vantar mynd Krists? Hættir
manninum sem situr við hlið hennar til að roðna . . .? Van-
metakennd . . .? Er hann maður sem ferðast í huganmn eins
og Jules Verne? Var hann nýlega staddur í verzlun sem selur
föt? Ég sé Lækni konungs“. Á hann heima hjá sér mynd
frá árinu 1850 af konu með blúnduhúfu? Var hann að hugsa
um að kaupa hæggengisplötu? Ég sé bautastein. Hefur hann
áhuga á slíku? Hvítt hús . . . er það legsteinagerð? Býr vinur
hans Carl í Bandaríkjunum eða nánd?“
„Þetta kvöld,“ segir þýzki dularsálfræðingurinn Bender frá,
„sátu kona og maður saman. Grannvaxin ljóshærð kona með
grænt sjal . . . Hún var nýkomin frá því að heimsækja gröf
eiginmanns síns, en þar stendur kross án Jesúsmyndar. 1 dag-
stofu konunnar hangir mynd Kona méð blúnduhúfu, mál-
uð á miðri siðastliðinni öld. Konuna langar til að láta ljós-
mynda hana. Þótt hún hafi ekki lesið bókina Læknir kon-
ungsins, þá var henni kunnugt um það, að hún fjallar um
kraftaverkalækningar á tímum Krists. Satt að segja átti hún
viðræður við trúaðan venzlamann fyrir skömmu um þessi
kraftaverk. Hún ólst upp í Mexíkó þar sem gamall fjölskyldu-
vinur hennar Carl að nafni býr. Hún sýndi okkur bréf frá hon-
um. Skyldmenni hennar eiga fataverzlun, sem hún fer oft i
og er nýbúin að kaupa þar nokkuð af efni.
Maðurinn var ekki þrekvaxinn— það var eina spáin í
þessari tilraun sem reyndist ekki rétt. En maður þessi er gjarn
á það að roðna þegar leikið er á liann, eða hann finnur til
vanmáttarkenndar. 1 dagdraumum hans eru ferðalög ríkur