Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 46

Morgunn - 01.12.1975, Page 46
148 MORGUNN með krömdum ávöxtum. Enda þótt hún virtist ekki standa í neinu sambandi við persónuna sem fékk honum tengihlut- inn, var Croiset þó viss um að mynd hans væri rétt. Nú spurði hann hvort nokkur viðstaddur gæti útskýrt myndina af þess- um ávaxtapoka. Snotur táningur, Rita Venturi, nemandi í menntaskóla, sem sat beint fyrir aftan manninn sem lagði tengihlutinn, viður- kenndi að ávaxtapokinn ætti við hana. Nokkrum dögum áður hafði hún í frímínútum boðið reglum skólans byrginn og farið úr skólanum til þess að kaupa sér nokkur epli. Búðar- maðurinn setti þau í bréfpoka. Þegar Rita heyrði skólabjöll- una hringja skundaði hún til baka og tók til fótanna. Allt í einu rifnaði pokinn og eplin skoppuðu út á götuna. Myndin af þessum ávaxtapoka hafði smeygt sér inn á milli þess sem Croiset hafði séð í sambandi við manninn sem fékk honum tengihlutinn. Rita virtist vera persónan sem Croiset hafði ljóslega lýst daginn áður á heimili dr. Neuhausler í Munchen. Benti Tenhaef prófessor á það, að slíkur rugling- ur gæti oft átt sér stað í sætistilraunum. Eftirlit og stjórn sætistilraunarinnar í Verónu var í hönd- um dr. de Bonis og Zorzis prófessors, sem opnaði umslagið í upphafi fundarins. Var þeim algjörlega ókunnugt um inni- hald þess fram að þeim tíma. Þessi var lýsing Croisets daginn áður í Munchen: „Stúlka mun koma og setjast í þennan stól. Hún er dökkhærð og dökkklædd í ljósri blússu. (Rita Venturi sem sat á umrædd- um stól var dökkhærð og klædd dökkblárri kápu. Undir káp- unni var hún i híítri blússu með mjóum bláum röndum.) „Rétt hjá húsinu sem hún býr í er hárgreiðslustofa“ hélt Croiset áfram. (Rétt.) „Hún býr á fjórðu hæð. (Ekki rétt. Hún bjó á þriðju hæð; Croiset. ruglaði saman annarri og þriðju hæð.) Hún hefur mjög fagra rithönd. (Rétt. Hún skrifar mjög fallega og skýra stafi.) Hún ann dýrum og á mynd af íkorna. Ég veit ekki, hvort hún teiknaði þessa mynd sjálf eða skoðaði nýlega slíka mynd,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.