Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 28
130
MOHGUNN
rétt við eyra manns, stundum koma að neðan eða ofan, ýmist
fjarlægt eða nálægt. Það var engu líkara en afturgöngu Ham-
lets. Við Allan vorum orðlausir af undrun, furðu lostnir.
Þarna lágum við á mottum okkar og reyndum að skrifa nið-
ur hjá okkur í myrkrinu og hvísluðumst á. Líkamir okkar voru
þungir og hreyfingarlausir, en skilningarvit okkar virtust
frjáls í rúminu, og fundu til golunnar utan dyra, nutu stór-
fenglegs landslags og skoðuðu ólýsanlega fagra skrautgarða.
Og allan tímann vorum við þó að hlusta á söng dóttui'innar og
hið dularfulla klapp og stapp með föstum takti frá einhverjum
ósýnilegum verum, sem þeyttust kringum okkur.
Indíánar þeir, sem neytt höfðu sveppanna, tóku sinn þátt i
þessum hávaða; því stundum heyrðust frá þeim lág undrunar-
óp, þegar þeir sáu eitthvað fagurt. En alltaf var óp þeirra í sam-
ræmi við sönginn og söngvarann, og truflaði því ekki.
I þetta fyrsta sinn sofnuðum við um fjögurleytið um morg-
uninn. Við Allan vöknuðum klukkan sex og hvildumst og vor-
um þá skýrir vel í kollinum, en hins vegar hálflamaðir eftir
viðburði næturinnar. Hinir vingjarnlegu gestgjafar okkar
færðu okkur hrauð og kaffi. Þá kvöddum við og héldum til
Indíánahússins þar sem við dvöldum, en það var i mílufjarlægð
eða svo.
n
Maður er nefndur Andrija Puharich og er læknir að mennt.
Um hann hefur hinn frægi rithöfundur og gáfumaður Aldous
Huxley haft þessi orð: „Dr. Puharich is oiie of the most bril-
liant minds in parapsychology“. Eða: „Dr. Puharich er í hópi
allra gáfuðustu manna, sem fást við rannsóknir yfirskilvitlegra
fyrirhrigða.“ En orðið parapsychology er saman sett af grísku
orðunum para, sem þýðir eiginlega við hliðina á, og psyke, sem
þýðir sál. Þetta táknar því þau fræði, er fjalla um það, sem
frábrugðið hlýtur að teljast í andlegum hæfileikum manna
öllu venjulegu, svo og fjalla þau um margs konar umdeild fyr-
irbrigði, eins og t.d. hugsanaflutning, skyggni, fjarhrif, spá-