Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 18

Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 18
120 MORGUNN 1 margra áratugi var sir Oliver afkastamikill rithöfundur. Og bækur hans voru geysilega mikið lesnar víðsvegar. Þær fjalla bæði um vísindi og heimspeki og bera þess viða vott, hve skýlaus sannfæring höfundarins var um það, að dauðinn væri ekki endalok persónuleikans, og í bók sinni, My Philosophy, segir hann: „Ályktanir mínar hef ég dregið af reynslunni og ég er ger- samlega sannfærður, ekki aðeins um framhaldslifið, heldur einnig um það, að framhaldslífið er sannað mál.“ Og ennfremur segir hann í bókinni, Why I believe in Personal lmmortality. „Hvers vegna ég trúi á persónulegan ódauðleika“: „Ég hygg og trúi því, að smám saman verði oss það ljóst, að vér séum ekki eins einangraðir i alheimnum, eins og vér höfum haldið, og að umhverfis oss séu vitsmunaverur, sem vér skynjum ekki á venjulegan hátt, og sem eru aðeins óbeint og öðru hvoru í sambandi við efnið. Ennfremur býst ég við, að áframhaldandi gætileg og nákvæm rannsókn sálfræðilegra fyrirbrigða beini oss braut langt yfir núverandi þekkingu vora og vísi oss veg inn í það ríki, sem vér sjáum aðeins óljóst bregða fyrir. Vísindin eru í raun og veru að byrja að uppgötva raun- veruleika þess andlega heims, sem um langan aldur hefur verið leiðarljós helgra manna, skálda og dulspekinga, þess heims, sem hefur verið ótæmandi andleg uppspretta, og alltaf hefur verið meginþáttur guðfræðinnar og aflgjafi trúarbragð- anna í veröldinni.“ Sálarrannsóknirnar hafa þegar fært fjölda manna full- nægar sannanir á framhaldslífi persónuvitundarinnar og veitt öðrum grundvöll undir örugga trúarvissu um það. Þetta er ærið hlutverk og mikilvægt heiminum að mínum skilningi. Þess vegna getur það vart talizt réttmætt, að for- dæma þá menn, sem vilja stuðla að vexti og viðgangi sálar- rannsóknanna í veröldinni. En því miður hefur það allt of oft viljað brenna við. Vér lifum i heimi hraða og óvissu, heimi ógnþrunginna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.