Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 17
ERINDI 119
beinar staðreyndir, sem fjandskapast hefur verið við og þær
lítilsvirtar.
1 máli mínu hér í kvöld styðst ég að nokkru leyti við kenn-
ingar vísindamannsins og prófessorsins, sir Oliver Lodge, sem
andaðist nærri níræður að aldri 22. ágúst 1940.
Hann varði miklum hluta ævi sinnar til rannsókna á sál-
rænum fyrirbærum, og birti niðurstöður sínar síðan í skýrsl-
um Brezka Sálarrannsóknarfélagsins.
Laust fyrir síðustu aldamót hóf hann af alhug rannsóknir
sínar, og rannsakaði hin hugrænu, ólíkamlegu fyrirbrigði hjá
miðlinum, frú Piper.
Og af þessum fyrirbærum sannfærðist hann loks um, að
látnir lifðu og að hann hefði sjálfur haft raunverulegt sam-
band við framliðna menn. En enn hélt hann áfram að vega
rökin með og á móti, og að prófa sönnunargögnin í eldi sinna
miklu vitsmuna og óvenjulegrar þekkingar á vísindalegum
rannsóknum. Og það var ekki fyrr en árið 1908, að hann
gekk fram fyrir opna skjöldu og lýsti þvi yfir, að hann hefði
átt viðtöl við látna vini sína.
Fimm árum síðar, í september 1913, gaf hann-þá hiklausu
yfirlýsingu úr sjálfum forsetastóli Brezka Vísindafélagsins,
að rannsóknir sínar hefðu sannað sér, að persónuleikinn lifði
líkamsdauðann.
Mörgum kom á óvart þessi yfirlýsing, gefin í einu virðu-
legasta vísindasetri veraldarinnar, en hér var um að ræða
drengskap þessa manns, sem í áratuga langri þjónustu við
vísindin hafði lært hiklausa hollustu við sannleikann.
Haustið 1915 féll Reymond, einn af sonum sir Olivers, á
vígvöllunum. Af þeirri reynzlu, sem sir Oliver fékk þá hjá
ýmsum miðlum, varð til bókin hans, Raymond, sem geymir
margar sannanir þess, að Raymond lifði, þótt látinn væri, og
hafði hann sannað föður sínum það með mörgu móti.
Þegar Bretar stofnuðu háskólann í Birmingham, var sir
Oliver Lodge fenginn til að taka að sér rektorsstöðuna, og var
það álit, sem háskólinn vann sér fljótlega, ekki sízt að þakka
vísindafrægð rektorsins.