Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 17

Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 17
ERINDI 119 beinar staðreyndir, sem fjandskapast hefur verið við og þær lítilsvirtar. 1 máli mínu hér í kvöld styðst ég að nokkru leyti við kenn- ingar vísindamannsins og prófessorsins, sir Oliver Lodge, sem andaðist nærri níræður að aldri 22. ágúst 1940. Hann varði miklum hluta ævi sinnar til rannsókna á sál- rænum fyrirbærum, og birti niðurstöður sínar síðan í skýrsl- um Brezka Sálarrannsóknarfélagsins. Laust fyrir síðustu aldamót hóf hann af alhug rannsóknir sínar, og rannsakaði hin hugrænu, ólíkamlegu fyrirbrigði hjá miðlinum, frú Piper. Og af þessum fyrirbærum sannfærðist hann loks um, að látnir lifðu og að hann hefði sjálfur haft raunverulegt sam- band við framliðna menn. En enn hélt hann áfram að vega rökin með og á móti, og að prófa sönnunargögnin í eldi sinna miklu vitsmuna og óvenjulegrar þekkingar á vísindalegum rannsóknum. Og það var ekki fyrr en árið 1908, að hann gekk fram fyrir opna skjöldu og lýsti þvi yfir, að hann hefði átt viðtöl við látna vini sína. Fimm árum síðar, í september 1913, gaf hann-þá hiklausu yfirlýsingu úr sjálfum forsetastóli Brezka Vísindafélagsins, að rannsóknir sínar hefðu sannað sér, að persónuleikinn lifði líkamsdauðann. Mörgum kom á óvart þessi yfirlýsing, gefin í einu virðu- legasta vísindasetri veraldarinnar, en hér var um að ræða drengskap þessa manns, sem í áratuga langri þjónustu við vísindin hafði lært hiklausa hollustu við sannleikann. Haustið 1915 féll Reymond, einn af sonum sir Olivers, á vígvöllunum. Af þeirri reynzlu, sem sir Oliver fékk þá hjá ýmsum miðlum, varð til bókin hans, Raymond, sem geymir margar sannanir þess, að Raymond lifði, þótt látinn væri, og hafði hann sannað föður sínum það með mörgu móti. Þegar Bretar stofnuðu háskólann í Birmingham, var sir Oliver Lodge fenginn til að taka að sér rektorsstöðuna, og var það álit, sem háskólinn vann sér fljótlega, ekki sízt að þakka vísindafrægð rektorsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.