Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 21
ÆVAR R. KVARAN:
SVEPPURINN HELGI
i
Maður er nefndur R. Gordon Wasson. Hann er bankastjóri
og varaforseti mikils bankafyrirtækis í New York, sem heitir
J. P. Morgan & Co. Incorporated. Hann er kvæntur og er kona
hans læknir, sérfræðingur í barnasjúkdómum. Þau hjón hafa
undanfarin 30 ár haft þá óvenjulegu tómstundaiðju, að safna
sveppum og rækta þá. Hafa þau i þeim tilgangi ferðazt víða
um heim og skrifazt á við menn í þeim heimshlutum, sem
þau ekki hafa náð til, með þeim árangri, að þau hafa gert
merkilegar uppgötvanir í þessari grein grasafræðinnar, þar
sem þau nú teljast brautryðjendur.
Hafa þau gefið út rit um þessar rannsóknir, sem þau nefna
Mushrooms Russia and History. Er þetta mikið myndskreytt
rit í tveim bindimi, sem kemur aðeins út í fimm hrmdruð ein-
tökum, enda kostar ritið $ 125.
Þau hjónin eyddu fyrir allmörgmn árum sumarleyfum sín-
um í afskekktum fjöllum Mexikó. Hafa þau verið á hnotskóg
eftir sveppategund nokkurri, óþekktri, sem sögur fóru af að
hefði þau áhrif á neytendur þeirra, að þeir sæju sýnir.
Hefur Gordon Wasson sagt frá þessum rannsóknum í Mexi-
kó í hinu heimskunna bandaríska tímariti Life, og gef ég hon-
um nú orðið:
Það var aðfaranótt þess 30. júní árið 1955, að ég og vinur
minn Allan Richardson vorum viðstaddir eins konar helgi-
athöfn, þar sem „guðdómlegir“ sveppir voru við hafðir og
þeirra neytt. Þetta gerðist í Indíánaþorpi uppi í fjöllmn i
Mexikó, svo fjarri venjulegmn mannabyggðum, að fæstir íbú-
anna höfðu enn lært spænsku. Indíánar þessir blönduðu saman