Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 8

Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 8
110 MORGUNN bókin í heild sinni skyldi ekki vera gefin út á ný. Eftir þetta mun ég hafa lesið hvaðeina sem á vegi mínum varð frá hendi þessa vitra. víðsýna, lærða og fráhærlega ritsnjalla manns, sem mér þótti löngum sem steði utar og ofar öllum þorra sam- ferðamannanna. Enginn ritaði móðurmálið alveg eins og hann, svo hreint og tært og áhrifamáttugt. Um stíl og málfar allt var hann líklega líkastur, eða skyldastur, frænda sínum og kennara, Páli Melsteð. Ekki ósennilegt að vitandi eða óaf- vitandi hafi hann í æsku tekið sér rithátt Páls til fyrirmyndar. En stillinn er maðurinn og því má vel vera, að ættemið hafi þarna sagt til sín. Helgi var manna sjálfstæðastur og því manna ólíklegastur til þess beinlínis að stæla nokkurn, enda verða þeir menn jafnan ólesandi er það gera. itg minnist þess, að ég sagði eitt sinn við Guðbrand Jónsson að einhvernveg- inn væri það svo, að mér þætti ávallt sem nokkurrar óein- lægni kenndi i stilsmáta tiltekins manns. „Það er ekki að undra“, svaraði Guðbrandur, „hann er alltaf að apa ein- hvern.“ Má vel vera að hann hafi haft nokkuð fyrir sér í þessu. Stíll Dr. Helga Péturss var í rauninni hrein spegilmynd af persónuleika hans, og sá maður, sem ekki fann nautn í með- ferð hans á íslenzkunni, hlaut að ég held að hafa sljóa tilfinn- ingu fyrir móðurtungu okkar. Þess minnist ég, að rétt eftir lát hans varð ég áheyrzla að þvi, að menntamaður einn í Reykjavík sagði er hann mætti kunningja sínum á fömum vegi: „Þá er nú Dr. Helgi Péturss búinn að kveðja. Og nú ert þú einn eftir þeirra er rita móðurmálið svo, að ég hafi nautn af að lesa, hvað sem efninu liður.“ Langt er um liðið siðan þetta var sagt. Rétt að aðrir en ég leggi dóm á það, í hvora áttina þróunin hafi stefnt þessa síðustu áratugi. Orð Þorsteins Erlingssonar, sem tilfærð eru yfir greinar- korni þessu, úr afmæliskvæði til Dr. Helga Péturssonar 1903, bergmála traust það, er hugsjónamenn þjóðarinnar þá báru til þessa mikla glæsimennis, er fengið hafði svo mikið og margt i vöggugjöf og af trúmennsku neytt hæfileikanna. Þessi skarpgáfaði og fjöllærði vísindamaður, þessi fágæti ritsnill-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.