Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 12

Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 12
114 MORGUNN Æskuvinirnir voru þá horfnir inn fyrir tjaldið. Hann var mikill einstæðingur. Þá er illa ef íslenzk þjóð hirðir ekki um arfinn sem Dr. Helgi Péturss eftirlét henni. En hver vekst upp til að safna dreifða bókmenntagullinu hans? n. Þeir menn, sem skyggnigáfu hafa á háu stigi, sjá margt það, er við hinir sjáum ekki. En ekki er mér kunnugt um dæmi þess, að einn eða neinn hafi séð neitt utan þeirra þriggja víðerna, er við þekkjum og teljum okkur hrærast í. Þó er hezt að láta liggja milli hluta sýn (eða sálför) Páls postula (2 Kor. 12. kap.), en víst hefir hún verið stórkostleg. Óyggjandi ætla ég það samt, að jafnvel þeim mönnum, er stórkostlegasta hafa skyggnigáfu, muni koma algerlega á óvart sú sýn, er við þeim blasir þegar næsta tilverusvið opnast þeim við líkamsdauð- ann. Ég vil taka hér til stuðnings máli mínu tvo dæmi, sem hæði eru örugglega vottfest. Enska skáldið Thomas Hardy hafði mikla dulargáfu, en varðaðist að ræða um hana við aðra en sína mestu trúnaðarvini, og ekki nægði hún til þess að losa hann með öllu við efasemdir um framhaldslífið — ekki fremur en Svartiskóli Indriða losaði Guðmund Hannesson við sömu efasemdirnar. Ef ég skildi hann rétt, var hann efunar- maður til æviloka. „Þetta gerðist, en við vitum ekki hvemig það gerðist“, voru hans orð. Þegar Hardy lá banaleguna (sem raunar gat ekki kallast lega), sat Eva Dugdale mágkona hans í stofunni til hliðar við svefnherbergi hans og hafði dyrnar milli herbergjanna opnar, til þess að geta á augabragði komið til hans er hann þyrfti á einhverju að halda. Hann lá á bakið í rúmi sínu. Allt i einu kallar hann: „Eva, Eva, hvað er þetta?“ Hún brá við og rauk inn til hans, en hann var þá að taka andvörpin og horfði út í loftið, en var vitanlega bú- inn að missa málið. Hvað hann hafði séð, sem olli undrun hans skyndilegri, getum við að vonum ekki sagt, en fyrir vist eitthvað alveg óvenjulegt. Ekki er önnur tilgáta líklegri en sú, að það hafi verið nýja sviðið sem nú blasti við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.