Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 12

Morgunn - 01.12.1975, Page 12
114 MORGUNN Æskuvinirnir voru þá horfnir inn fyrir tjaldið. Hann var mikill einstæðingur. Þá er illa ef íslenzk þjóð hirðir ekki um arfinn sem Dr. Helgi Péturss eftirlét henni. En hver vekst upp til að safna dreifða bókmenntagullinu hans? n. Þeir menn, sem skyggnigáfu hafa á háu stigi, sjá margt það, er við hinir sjáum ekki. En ekki er mér kunnugt um dæmi þess, að einn eða neinn hafi séð neitt utan þeirra þriggja víðerna, er við þekkjum og teljum okkur hrærast í. Þó er hezt að láta liggja milli hluta sýn (eða sálför) Páls postula (2 Kor. 12. kap.), en víst hefir hún verið stórkostleg. Óyggjandi ætla ég það samt, að jafnvel þeim mönnum, er stórkostlegasta hafa skyggnigáfu, muni koma algerlega á óvart sú sýn, er við þeim blasir þegar næsta tilverusvið opnast þeim við líkamsdauð- ann. Ég vil taka hér til stuðnings máli mínu tvo dæmi, sem hæði eru örugglega vottfest. Enska skáldið Thomas Hardy hafði mikla dulargáfu, en varðaðist að ræða um hana við aðra en sína mestu trúnaðarvini, og ekki nægði hún til þess að losa hann með öllu við efasemdir um framhaldslífið — ekki fremur en Svartiskóli Indriða losaði Guðmund Hannesson við sömu efasemdirnar. Ef ég skildi hann rétt, var hann efunar- maður til æviloka. „Þetta gerðist, en við vitum ekki hvemig það gerðist“, voru hans orð. Þegar Hardy lá banaleguna (sem raunar gat ekki kallast lega), sat Eva Dugdale mágkona hans í stofunni til hliðar við svefnherbergi hans og hafði dyrnar milli herbergjanna opnar, til þess að geta á augabragði komið til hans er hann þyrfti á einhverju að halda. Hann lá á bakið í rúmi sínu. Allt i einu kallar hann: „Eva, Eva, hvað er þetta?“ Hún brá við og rauk inn til hans, en hann var þá að taka andvörpin og horfði út í loftið, en var vitanlega bú- inn að missa málið. Hvað hann hafði séð, sem olli undrun hans skyndilegri, getum við að vonum ekki sagt, en fyrir vist eitthvað alveg óvenjulegt. Ekki er önnur tilgáta líklegri en sú, að það hafi verið nýja sviðið sem nú blasti við.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.