Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 73
ÆVAR R. KVARAN:
Erich von Daniken:
SÝNIR OG VITRANIR.
Þýðandi: Dagur Þorleifsson,
Bókaútgáfan öm og örlygur h.f. 1975.
Þetta mun vera fjórða bókin eftir von Daniken, sem for-
lagið gefur út. Er gaman að fylgjast áfram með leit og grúski
þessa ötula fræðimanns, sem virðist hafa bæði tíma og tæki-
færi til þess að ferðast heimshornanna á milli, ef honum
býður svo við að horfa. Þegar ég hugsa til Danikens kemur
mér stundum í hug hinn frægi Schliemann, sem fann hina
fornu Trjóuborg eftir að hafa heitið þvi og staðið við það að
verða milljónari um þrítugt, svo ekki væri honum fjár vant,
þegar hann hæfist handa. Diiniken var einnig orðinn auðug-
ur, þegar hann hóf grúsk sitt, og nýtur því, eins og Schlie-
mann, þess frelsis, sem peningarnir einir geta veitt. Það er
þessum tveim athyglisverðu mönnum einnig sameiginlegt, að
þeir eru engar raggeitur og hika ekki við að halda fram skoð-
unum, sem þeir vita mætavel að muni hneyksla hina virðu-
legu og voldugu, t.d. „rétttrúarmenn“ kirkju og vísinda.
Eins og nafnið ber með sér fjallar þessi bók um sýnir og
vitranir, svo og tilgátur til skýringa á þeim.
Kenning Dánikens er sú, að sýnir og vitranir eigi rætur
sínar að rekja til hvaía utan úr geimnum, sem fái heila til
þess að framleiða vitranir. Sjálf vitrunin sé ekki aðkomin utan
iir geimnum, heldur opinberi hún óskamynd sjáandans. Þann-