Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 35

Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 35
SVEPPURINN HELGI 137 inu á athugasemda-blokk sína á hollenzku. Er ég síðar lét þýða þetta, þá komst ég að raun um, að hér var um forspá að ræða. Eitt atriði fjallaði þannig um persónulegt atvik, sem átti að eiga sér stað sjö mánuðum síðar, samkvæmt þeirri dagsetningu, sem hann skrifaði niður. Án þess að ég lýsi því atviki, fullyrði ég, að þessi forspá rættist nákvæmlega. Þegar Pétur vaknaði, beið ég þess að hann tæki fyrr til máls, en sjálfur hafði ég ekki orðið fyrir neinuni athyglisverðum áhrifum af amanita muscaria. Ég hafði einungis athugað Pétur Hurkos gaumgæfilega undanfamar þrjár klukkustundir. Pétur horfði fyrst á mig og spurði síðan undrandi hvað klukkan væri. Ég sagði honum að klukkan væri eitt um nótt. „Ætlarðu að segja mér, að ég hafi setið héma síðan klukkan tíu?“ „Já,“ svaraði ég, „Þú hefur setið á þessum stað hreyfingar- laus í þrjár klukkustundir." „Hvernig getur það verið?“ sagði hann. „Slíkt hefur aldrei hent mig fyrr á ævinni.“ „Pétur,“ sagði ég, „ég veit ekki hvemig á því stendur. Það eina, sem ég get sagt þér er, að það gerðist. Segðu mér, hvað kom fyrir þig á þessu tímabili?“ Nú loks virtist Pétur vera farinn að gera sér fulla grem fyrir því hvar hann var staddur og hvað hann var að gera. „Andrija,“ sagði hann, „ég hef séð hluti, sem ég er viss um að ég gæti ekki lýst fyrir þér, þótt ég hefði milljón ár til þess. Ég var ekki héma í þessari stofu. Ég veit ekki hvar ég var. En ég var á einhverjum fjarlægum stað ólýsanlega fögrum. Litir og lögun þess, sem ég sá, er hafið yfir allar lýsingar. Ég get einungis gefið þér óljósa hugmynd um hvað ég sá með þvi að segja þér að mér finnst allt hér í samanburði við það viðbjóðs- legt og hryllilegt. Mér finnst svo ljótt hérna, að ég vona að þú þurfir ekki að láta mig neyta sveppsins of oft: ég kynni að vilja ekki koma til baka.“ „Já, en Pétur,“ sagði ég, „það er erfitt að trúa þessu. Ég gat ekki betur séð en þú sætir bara þama sofandi, þótt augu þín væm galopin.“ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.