Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 9

Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 9
DR. HELGI PÉTURSS 111 ingur, þessi góði drengur, sem unni svo ættjörð sinni og öllu því bezta í sögu hennar, hann hlaut að vera til þess kjörinn og til þess ætlaður að vinna henni eitthvað mikið. Og mikið hlyti hann að hafa unnið henni, ef hann hefði fengið að njóta fullra starfskrafta. En örlögin urðu honum grimm. Mikinn hluta ævinnar var honum meinað að starfa svo sem hann hefði kosið. Allt um þetta tókst honum þó að framkvæma mikilsverðar rannsóknir í jarðfræði Islands, og síðan komu aðrir og byggðu á þeirri undirstöðu er hann hafði lagt. Og hann lagði mikinn og merkilegan skerf til íslenzkra bók- mennta. En þar eru framlög hans á tætingi, iðulega stuttar, jafnvel örstuttar, greinar i blaði eða tímariti, en ávallt með marki snillingsins, sem alltaf forðaðist ónytjuorðin. Margt er þar spaklega sagt og skarplega, sífellt eitthvað athyglisvert. Alveg var sama hvar hann greip niður, hann missti aldrei efnið út um greiparniar. Hann gat vikið að persónu eða at- burði í fornsögum okkar og lýst það upp með leiftrandi vits- munum sinum. Aldrei var að efa að hann brygði ljósi yfir sviðið. Með smágrein um Fornar ástir gat hann gætt sömu prúðu þagmælskunnar sem snillingurinn, er söguna ritaði, og þó sagt meira. Frá hugleiðingum sínum er hann stóð við gröf Napóleons gat hann sagt í stuttri grein, og þá ekki aðeins sagt með fáum orðum svo mikið, að þar með var þessum kyn- lega óheillamanni miklu betur lýst en með öllu því öðru sam- anlögðu, sem um hann hefur verið ritað á okkar tungu, heldur þar að auki brugðið upp ljósi yfir það tímabil sögunnar, sem stundum er við hann kennt. Það þarf mikla sál til þess að gera slíkt. Guðmundi Finnbogasyni tókst að skrifa í tveim orðum ritdóm um stóra bók og lýsa henni út og inn. Helgi Péturss þurfti jafnmörg orð til þess að lýsa annari aðalper- sónunni í einni af okkar nafnkunnustu fornsögum. Aldrei skrifaði hann svo stutta grein að hún væri ekki þess verð að varðveitast. Þrátt fyrir allt varð það mikill arfur, sem þessi maður eftir- lét þjóð sinni. En hana hefir skort trúmennsku til þess að gæta arfsins. Til þess að minna á vanræksluna, og, eingöngu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.