Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 22
124
MORGUNN
kristilegum trúarathöfnum og leyfum heiðinna helgisiða með
þeim hætti, að kristmun manni þykir nóg um, þótt þeir sjálfir
ekki sjái neitt við það athugavert. Þessari helgiathöfn var
stjómað af tveim konum, mæðgtun; eru þær kallaðar curan-
deras. Athöfnin fór fram á máli Mixeteco-Indíána. Sveppirnir
voru þeirrar tegundar, sem valda neytendum sýmun eða of-
sjómun. Við félagar tuggðum þessa beisku sveppi og átum. Við
sáum sýnir og vorum furðu lostnir og ótta slegnir af þessari
reynslu. Að vísu vorum við komrdr langt að, eiumitt til þess
að fá að taka þátt í slíkri athöfn, en ekki hafði hvarflað að
okkur, að við yrðum vitni að undrum þeim er þessar curan-
deras framkvæmdu eða að sveppir þessir hefðu svo ótrúleg
áhrif.
Við Richardson vorum fyrstu hvítu mennirnir, er sögur fara
af að neytt hafi hinna guðdómlegu sveppa, en þeir hafa öldum
saman verið leyndarmál vissra Indíána-þjóðflokka, sem lifað
hafa í Suður-Mexikó í órafjarlægð frá heimsmenningunni.
Engir mannfræðingar höfðu nokkru sinni lýst því, sem fyrir
okkur bar.
Ég er bankastjóri að aðalstarfi og Richardsson er mikilsvirt-
ur ljósmyndari í New York og kennari við Berkleyskólann.
Ekki var það þó tilviljun ein, sem olli því að við vorum
þama staddir í kjallara þessa Indíánaheimilis, þar sem vegg-
irnir voru hlaðnir sólþurrkuðum múrsteinum, því þetta var
síðasta ferð okkar og tilraun til þess að komast á snoðir um
sveppahelgisiðinn. Kona mín og dóttir ætluðu að hitta okkur
daginn eftir, og fyrir okkur hjónin var þetta hámark nálega
þrjátíu ára fyrirspurna og rannsókna um hlutverk þessarar
einkennilegu jurtar, sveppsins, fyrr og nú.
Þannig stóð á því, að við Allan Richardson vomm þetta júní-
kvöld staddir langt suður í Mexikó, gestir Indíánafjölskyldu
inni í miðjxrm Mixetecofjöllum í 5500 feta hæð yfir sjávarmáh.
Við áttum ekki eftir nema vikutíma, svo við urðum að láta
hendur standa fram úr ermum. Ég fór til municipio eða ráð-
hússins og sneri mér til sindico, embættismannsins, sem þar sat
einn síns liðs við stórt borð á efri hæð. Þetta var unglegur Indí-