Morgunn - 01.12.1975, Page 75
BÆKUR
177
Fœ ég ekki betur séð en hér sé höfundur farinn að nálgast
verulega kenningar, sem fram voru komnar mörgum ára-
Lugum á undan kenningum Danikens. En höfundur var ís-
lendingurinn dr. Helgi Péturss, sem skrifaði talsvert um
kenningar sínar í erlend tímarit. Getur hugsast að Erioh von
Daniken hafi kynnt sér þær?
En hvað sem því líður er ánægjulegt að fylgjast með fram-
haldi þessara bóka Dánikens, því að í þeim er feiknafróðleik
að finna, hvað sem mönnum annars kann að þykja um kenn-
ingar hans. Að minnsta kosti finnst þeim er þetta hripar
gaman að þessum bókum, en þ>að kann að stafa sumpart af
þvi að hann varð fyrstur til að kynna kenningar hans hér
á landi í útvarpserindum 1969 eftir að fyrsta bók Dánikens,
ERINNERUNGEN AN DIE ZUKUNFT kom út 1968.
Jean-Baptiste Lelacour:
SICYGGNST YFIR LANDAMÆRIN,
Þýðandi: Kristín R. Thorlacius.
Ægisútgáfan, 1975.
Allmikið er til af lýsingum af lífinu eftir dauðann, sem
borist hafa frá þeim, sem fluttst hafa til annara tilverustiga.
Hefur sú vitneskja oflast borist fyrir milligöngu miðla. Annað
hvort að hinn látni hafi notað raddbönd miðils eða ósjálfráða
skrift. Ýmsar bækur um þetta efni hafa verið þýddar á ís-
lensku. Efasemdarmenn hafa margir hverjir látið sér fátt um
finnast og sumir bent á það, að lýsingar á framlífinu væru
svo ólíkar, að það eitt sýndi, að hér væri um ‘hugaróra eina
að ræða. Þeir gera sér ekki grein fyrir því, að „í húsi Drottins
eru margar vistarverur“, því vitanlega verður umhverfi þess
sem kemur yfir í hin andlegu heimkynnin í fullu samræmi
við andlegan þroska hans. Staðirnir fyrir handan eru vitan-
lega a. m. k. jafnólíkir og mismunandi staðir á jörðinni. Það
er þvi ekkert óeðlilegt eða ótrúlegt við það að lýsingar að
handan séu með ýmsum hætti. Þar lýsir hver sínu umhverfi.