Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 10

Morgunn - 01.12.1975, Page 10
112 MORGUNN til þess, er þetta greinarkorn ritað, að vera mætti að þeir menn, sem bókmennta okkar eiga að gæta, léttu nú svefni. Betra er seint en aldrei. íslenzkum ritgerðum Dr. Helga Péturss, löngum og stutt- um, ber að safna og gefa þær út sómasamlega, og þar með skrá yfir ritgerðir hans á erlendum málum. Vera má að ein- hver svari þessari tillögu minni með því að segja, að greina- safn eftir þennan höfund hafi þegar verið gefið út fyrir nokkr- um árum. En svarið væri markleysa, því fræðilega er sú útgáfa gersamlega ónothæf. Þar er safnað saman brotum af handahófi og jafnvel ekki frá því skýrt, hvar eða hvenær hvert brot hafi upprunalega verið birt. Þegar ég frétti um útkomu þeirrar bókar, þótti mér sem góð tíðindi hefðu gerzt. Ég fór inn í bókaverzlun að kvöldi dags, rétt er loka skyldi, keypti bókina og fór með heim. Þar fór ég að skoða hana og brá heldur en ekki í brún. Það var líkast því að óviti hefði um hana fjallað, enda sagði einhver, að fjósamaðurinn á Hól- um hefði getað gert betur. Ekki veit ég hver fjósamaðurinn var á þeim fræga stað, en margur fjósamaður ætla ég að gert hefði eins vel. Næsta morgun fór ég aftur með bókina í téða bókaverzlun, og bað um að hún yrði tekin aftur, því ekki vildi ég eiga hana. Þetta var umtölulaust gert. Nei, svona á ekki að fara með verk snillinganna. Líkt og margur annar, ætlaði Helgi Péturss á yngri árum að heimurinn væri efnið eitt, eins og við sæjum það og fynd- um til þess. Við dýpri íhugun komst hann að þeirri niður- stöðu, að svo gæti ekki verið. Þetta varð til þess, að hann tók til sinna heimspeki og sálarrannsóknum og komst m. a. að þeirri niðurstöðu, að dauðinn væri ekki endir lífsins og að persónuleiki mannsins héldist út yfir dauðann. En einkum sinnti hann því sviði sálarrannsókna, sem um of hefir verið vanrækt, en það er eðli drauma. Sumar ályktanir hans um þessi efni hygg ég að séu næsta frumlegar, en fjam því, að ég þori um þær að dæma, og hygg þó að nokkrar þeirra séu harla vafasamar. Mér virtist sem hann gæti ekki með öllu losað sig úr fjötrum sinnar fyrri efnishyggju. Þrátt fyrir

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.