Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Qupperneq 24

Frjáls verslun - 01.02.2001, Qupperneq 24
FORSÍÐUGREIN TVÍKEPPNI í VIÐSKIPTflLÍFINU stýra Baugi. Og takið efdr að ekki eru nema tólf ár síðan að feðgarnir Jón Asgeir og Jóhannes Jónsson stofnuðu Bónus í afar fábrotnu húsnæði við Skútuvoginn. Þess má geta að Eignarhalds- félagið Alþýðubankinn, EFA, keypti öll hlutabréfin í Kaupási á síðasta ári og er Gylfi Arnbjörnsson, tramkvæmdastjóri EFA, nú sþórnarformaður Kaupáss. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, Geir Magnússon, forstjóri ESSO, og Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs. Skeljungur, ESSO og OIÍS í áratugi hafa verið þrjú olíufélög á ís- landi, Oliufélagið, Skeljungur, og Oliuverslun íslands, Olís. Þótt eflaust megi færa rök iýrir því að um þríkeppni sé að ræða á þess- um markaði þá telja margir eðlilegra að ræða um tvflœppni, keppni tveggja blokka, þ.e. á milli Skeljungs og Olíufélagsins, því á vormánuðum árið 1995 keypti Oliufélagið meirihlutann í Olís ásamt Texaco í Danmörku og áhrif Oliufélagsins í Olis eru þvi ótviræð og afgerandi. Þau eiga og reka sameiginlegt innkaupa-, birgða- og dreifingariýrirtæki, Olíudreifingu. Kristinn Björnsson er forstjóri Skeljungs, Geir Magnússon er forstjóri Olíufélagsins og Einar Benediktsson er forstjóri Olís. Þess má geta að Irving iyrirtækið í Kanada, sem íhugaði lengi að brjóta sér leið inn á ís- lenska olíumarkaðinn, treysti sér ekki í þann slag, taldi hagnað- arvon sína litla eftír að möndullinn á milli Oliufélagsins og Olís varð að veruleika. Irving feðgarnir töldu að þeir næðu ekki „sanngjörnum" hluta af markaðnum, eins og þeir orðuðu það. Eimskip og Samskip Höfúðandstæðingarnir á markaði skipa- flutninga eru Eimskip og Samskip. Eimskip hefur í áratugi verið langsterkasta félagið í skipaflutningum og skákað öðrum skipa- félögum. í byijun níunda áratugarins var harðasta keppnin á milli Eimskips, Hafskips og Skipadeildar Sambandsins. Hafskip varð gjaldþrota á seinni hluta níunda áratugarins. Þegar Sambandið lognaðist út af og starfsemi þess var skipt upp í nokkur hlutafé- lög voru Samskip stofnuð utan um Skipadeild Sambandsins. Samskip misstu dampinn á árinu 1993 og lentu þá á bráðadeild- inni hjá Landsbankanum sem áttí tyrirtækið um tíma. Um mitt árið 1994 tókst bankanum hins vegar að rétta félagið við og fékk til þess Olaf Olafsson, núverandi forstjóra þess. Bankinn seldi síð- an félagið til Olafs Olafssonar, þýska félagsins Bruno Biscoff, 01- íufélagsins, VIS og nokkurra íslenskra athafiiamanna, eins og Samheijafrænda, Hofsfjölskyldunnar og Gunnars Jóhannssonar í Fóðurblöndunni. Ilofsfjiilskyldan seldi síðan hlut sinn ásamt Gunnari Jóhannssyni eftír nokkur átök innan félagsins. I febrúar árið 1998 voru Atlantsskip og hið bandaríska systurfélag þess, TransAtlantic lines, stofiiuð. Síðan hafa Atlantsskip, en fram- kvæmdastjóri þess er Stefán Kjærnested, verið í samkeppni við Eimskip og Samskip í Ameríkusiglingum. Núna annast Atlants- skip vöruflutninga týrir Samskip á Ameríkuleiðinni, auk eigin flutninga og flutninga týrir Varnarliðið. Erfitt er að átta sig ná- kvæmlega á hlutdeild Atlantsskipa í Ameríkusiglingunum en þó er það svo að í viðskiptalífinu lita flestir þannig á að Eimskip og Samskip séu höfuðandstæðingarnir á markaði skipaflutninga, að tvíkeppnin birtist á milli þeirra. Flugleiðir Þótt flugfélagið Atlanta sé eitt af stærstu fyrirtækj- um landsins með veruleg umsvif erlendis í leiguflugi - sem og verkefni í leiguflugi týrir innlendar ferðaskrifstofur - er varla hægt að tala um tvíkeppni á þessum markaði því Flugleiðir eru meira og minna með allt áætlunarflug til og frá landinu. A síð- asta sumri kom breska flugfélagið Go, dótturfélag British Airways, inn á markaðinn yfir sumarmánuðina og bauð flug til Bretlands. Þá bjóða Heimsferðir ferðir með ítölsku flugfélagi í sumar. En í stuttu máli hafa Flugleiðir ráðandi stöðu á þessum markaði og virðast önnur erlend flugfélög ekki treysta sér til að ryðjast inn á íslenskan markað í áætlunarflugi svo neinu nemi, þótt SAS hafi reynt það um tíma í afar litlum mæli. 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.