Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 18
NÆRMYND - EGILL ÁGÚSTSSON Íslenska-ameríska hefur vaxið hratt á markaði matvæla enda árangursmiðaður, afar duglegur og ósérhlífinn. Um leið er hann mjög kröfuharður gagnvart öðrum. Og hlutirnir gerast hratt, stundum of hratt fyrir suma sem heltast þá úr lestinni. „Þegar þú ert kominn á fulla ferð með Agli þarftu að hafa þig allan við að tolla á baki og fylgjast með,“ segir samstarfsmaður til nokkurra ára og getur þess um leið að þessi ákafi geti failið í grýttan jarðveg hjá sumum. „Egill er eftirminnilegur fyrir alla sem hafa kynnst honum. Hann hefur drifkraft á við heila deild í fyrirtæki og er gjarnan með mörg járn í eldinum. Hann er mjög drífandi, hress og smitar út frá sér. Hann er afar vel að sér í öllum hliðum fyrir- tækjarekstrar og með skýra framtíðarsýn," segir Jón Erling Ragnarsson, framkvæmdastjóri AUied Domecq á Islandi og samstarfsmaður Egils. Fleiri bæta því við að Egill bíði þolinmóður eftir réttu tæki- færunum en þegar þau eru í sigti og ákvörðun tekin fykur þolinmæðin út í veður og vind. Þá er bókstaflega stokkið á hlutina og allt á að gerast með hraði. Hins vegar er öllum málum fylgt vel eftir. Þeir sem þekkja hann vita líka að hann er mjög talnaglöggur og með stálminni. Það er ekki þannig með Egil að hann sé alvitur og alsjá- andi eins og gjarnan er tilfellið með ákaflynda menn. Hann veit sem er að einn maður getur ekki haft yfirsýn yfir alla þætti rekstrarins hjá jafn stóru og umsvifamiklu fyrirtæki og Islensk-ameríska. Samstarfsmaður segir hann duglegan að leita ráða hjá sam- starfsmönnum sínum og dreifa ábyrgðinni en eftir að ákvörðun hefur verið tekin er bensínið stigið í botn. Þá hefur hann lag á að fá til liðs við sig afar hæft fólk. Hann hefur mætur á samstarfsfólki sínu í dótturfyrirtækjunum og lætur því eftir stjórnina á þeim bæjum. Enda traustur rekstur og gott fólk meginástæða þess að viðkomandi fyrirtæki voru keypt. Sam- starfsmaður segir Egil gera sér grein fyrir því að lykillinn að árangri sé að hafa gott fólk með sér. Þrátt fyrir velgengnina vílar Egill ekki fyrir sér að hlaupa í öll verk. Hann getur ekki beðið ef einhver er veikur eða ekki tilbúinn í slaginn, brettir sjálfur upp ermar og gerir hlutina. Tækjakall Egill er útivistarmaður og hefur brennandi áhuga á öllu sem hreyfist fyrir afli véla. „Það er óhætt að segja að hann sé með alvarlega tækjadellu og á jeppa, vélsleða, ijórhjól, mótorhjól og ýmislegt fleira í þeim dúr. Hann fær blik í augun þegar tæki eru annars vegar en hann vill hafa þau vönduð," segir samferðamaður Egils. Egill hefur lengi verið í hestamennsku, byrjaði með hesta í Eyjum. Hann hefur síðan átt úrvalshesta, meðal annars frá Magna Kjartanssyni bónda í Argerði, en þeir hafa verið miklir vinir um langt árabil. Henrý Þór Gránz, æskuvinur Egils, segir hann mjög fróðan um hesta og hestamennsku og flinkan reiðmann. í dag hafa hestarnir að mestu vikið fyrir vinnu en viðmæl- endur Frjálsrar verslunar eru allir sammála um að Egill helgi sig að mestu vinnunni. Hann er þó með hesta fyrir norðan, í Framnesi í Kelduhverfi, þar sem hann var í sveit sem drengur. Hann keypti fyrir nokkrum árum Framnes í félagi við æskuvin sinn, Sturlu Sigtryggsson bónda í Keldunesi, og hafa þau Hildur búið þokkalega um sig þar og nota hvert tækifæri til að renna norður. Til marks um ákaflyndi Egils 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.