Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 70
Mynd: Geir Óiafsson Þórunn Pálsdóttir, fjármálastjóri ístak. Ístak: Kona í karlaheimi órunn Pálsdóttir, ijárrnálastjóri ístaks, hefur unnið hjá fyrirtækinu frá árinu 1991 er hún lauk MBA- námi frá University of San Francisco. Þar áður hafði hún unnið sem sumarstarfsmaður hjá fyrirtækinu og hefur því kynnst þvi vel og frá ýmsum hliðum. Það voru ekki mjög margar konur í verkfræðideild þegar Þórunn var þar en hún segist alin upp í miklu verkfræð- ingaumhverfi. „Faðir minn er byggingaverkfræðingur og einnig nokkrir aðrir ættingjar mínir og reyndar líka tveir bræður,“ segir Þórunn sem fór úr Breiðholtsskóla og tók síðustu þrjá bekki grunnskólans í Kvennaskólanum. „Kvennaskólinn var mjög góður skóli og ég bý enn að góðri íslenskukennslu þaðan. Eg hafði ánægju af stærðfræði og raungreinum og fór síðan í eðlisfræðideild MS.“ Þórunn þakkar góðum undirbúningi í Kvennaskólanum góðan árangur 1 menntaskóla, en hún varð semidúx þaðan. „Svo lá leiðin í Háskólann, í byggingaverkfræði og eftir það í MBA-nám í San Francisco. Strax og ég kom heim hóf ég störf hjá Istaki og hef verið þar síðan.“ Karlavinnustaður ístak hefur um 400 starfsmenn og starf- semin er ijölbreytt. Mun fleiri karlmenn en konur vinna hjá fyrirtækinu en Þórunn segir það ekki skipta sig neinu máli. „Eg er auðvitað vön því og þekki ekkert annað en að það séu mest karlar sem ég vinn með. Eg lít svo á að kyn fólks skipti ekki máli heldur hvernig það sinnir sinni vinnu. Istak er um 35 ára gamalt fyrirtæki sem stendur á traustum grunni og hefur á að skipa góðu starfsfólki.“ Það einkennir Istak að ábyrgð svokallaðra staðarstjóra er mikil, en staðarstjóri er æðsti tæknimaður yfir hverri fram- kvæmd. Þeir fá í hendur verk og bera á þeim alla ábyrgð og er gert að sjá til þess að fjárhagsramminn haldi. „Þetta er lykil- atriði í rekstri eins og þessum sem byggir á mörgum afmörkuðum verkefnum og um leið merkir það að almenn yfirstjórn er ekki stór í sniðum miðað við umsvif fyrirtækisins." iþróttakonan Þórunn Þórunn segist hafa mikla þörf fyrir að hreyfa sig og stunda íþróttir reglulega. „Eg var alltaf í handbolta og fimleikum sem krakki og nú fer ég reglulega í líkamsrækt. Við höfum mjög gaman af því að fara á skíði og förum yfirleitt norður um páskana en bestu friin sem við komumst í eru skíðaferðir í Alpana. Krakkarnir okkar eru komnir vel af stað á skíðunum þannig að þetta er fjölskyldu- sport hjá okkur. Þar fyrir utan vorum við hjónin í samkvæmis- dönsum í mörg ár og stefnum að því að taka þráðinn upp aftur þar. Eg held tengslum við gamlar skólasystur og vinkonur með svokölluðum saumaklúbbum. Þetta eru allt uppteknar konur og ef ekki væri fyrir þennan skipulagða farveg myndum við sennilega ekki þekkjast svona vel í dag.“ Verkefnin framundan Næstu verkeíhi ístaks eru m.a. að byggja upp Stjörnubíóreitinn en þar verða 19 íbúðir auk verslunarhúsnæðis og bílakjallara. Einnig er Istak að stækka brottfarar- og komusali í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og vinna við breytingar á Reykjanesbraut. „Framundan eru mörg spennandi verkefni eins og alltaf og ég hlakka til að takast á við þau með samstarfsfólki mínu,“ segir Þórunn að lokum. 33 Þórunn Pálsdóttir er ijármálastjóri Istaks sem er eitt stærsta bygginga- lyrirtæki á landinu. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.