Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 100

Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 100
Olafía Magnúsdóttir, snyrtifræðingur og eigandi ÓM-snyrti- vara. ÓM-snyrtivörur: Líka fyrir karla OM-snyrtivörur sérhæfa sig í sölu á snyrtivörum og tækjum til snyrtistofa og segir eigandinn, Ólafía Magnúsdóttir, að mikill uppgangur hafi verið undanfarin ár. „Eg stofnaði fyrirtækið 1993 og þá var nánast enginn á þeim markaði að sinna fag- fólki á snyrtistofum,“ segir hún. „Eg er sjálf menntuð sem snyrtifræðingur og vissi af fjöl- mörgum góðum fagmerkjum þannig að ég ákvað að fara út í þennan rekstur. Fyrst var ég með fyrirtækið heima en árið 1998 keypti ég húsnæði á Suðurlandsbraut 4a og hef verið þar síðan.“ Snyrtifræði er lögvernduð iðngrein og til þess að öðlast réttindi í faginu þarf Ijögurra anna nám við Fjölbrautaskólann í Breið- holti auk 10 mánaða starfsþjálfunar á snyrtistofu, einnig er hægt að öðlast sömu menntun í Snyrtiskólanum í Kópavogi, sem gatineau (»AriNr Llf Allir Vilja líta vel Út Nýjasta nýtt er brúnkumeðferð frá Académie sem Ólafía segir gríðarlega vinsæla. „Við höfum eiginlega ekki undan því að flytja þetta inn. Flestir vilja lita hraustlega út en ljósalampar eru hættulegir heilsunni en þetta ekki. Meðferðin felst í því að notað er sérstakt efni sem er úðað á líkamann. Fyrir meðferðina er húðin hreinsuð vel og af því að það er litur í vökvanum sést strax hvort liturinn er jafn. Liturinn endist að jafnaði í fimm til sjö daga.“ Snyrtistofur þurfa fleira en snyrtivörur og Ólafía flytur einnig inn stóla og tæki. „Við erum einnig með húðslípitæki sem bæði snyrtistofur og húðlæknar nota,“ segir hún. „Þetta er vinsælt til að örva húðina og halda henni unglegri og laga ýmis lýti á húðinni. Þar fyrir utan flytjum við inn vax og liti og öll áhöld fyrir fótaðgerðarfræðinga." Konur eru stærsti hluti viðskiptavina á snyrtistofum en Ólafía segir karla vera farna að sækja snyrtistofur í auknum mæli. „Það er ekki lengur feimnismál fyrir þá að fara á snyrtistofur og orðið sjálfsagt mál fyrir þá að láta hreinsa húðina og lita augn- hár og brúnir. Karlar eru duglegir að fara í nudd og hafa undanfarin ár lært að fara í fótsnyrtingar. Fyrir þá er sérhæfð meðferð inni á snyrtistofunum og sérstakar línur í snyrtivörum. Hitt er annað að það er mjög notalegt að láta dekra við sig á snyrtistofu og virkar eins og vítamínsprauta. Sá sem lítur vel út hefur meira sjálfstraust og líður betur, það er óumdeilanlegt." 33 KONUR í VIÐSKIPTALÍFIIMU Aðsókn á snyrtistofur hefur aukist mjög hér á landi undanfarin ár enda vilja flestir líta vel út og á snyrtistofum eru eingöngu sérfræðingar að störfum. er einkaskóli, en þar er námið mun saman- þjappaðra. Ólafía segir álíka margar snyrti- stofur vera á höfuð- borgarsvæðinu og úti á landi. „Fólk fær mjög virka meðferð á snyrtistofum en um leið er meðferð hér á landi mun ódýrari en viðast hvar í nágranna- löndunum,“ segir Ólafía. „Það er vinsælt að fara í það sem kallast spa-meðferð en við erum með fullkomnar spa-línur hér. Okkar markmið er að sinna snyrtistofunum í einu og öllu og við leitum víða fanga til þess að það sé hægt. I snyrtivörum erum við með nokkur stór merki sem flestir þekkja, t.d. þýskt merki sem heitir Alessandro, en það er gríðarstórt í hand- og fótsnyrtingu og meðal annars allt fyrir gervineglur. Annað stórt merki hjá okkur er MD-formulations sem er frá Banda- ríkjunum en það er stærsta merkið í heiminum sem byggir á AH-sýrum eða glýkólsýrum en þær sýrur eru bæði notaðar af snyrtifræðingum og húðlæknum. Önnur stór merki eru Gatineau og Académie sem eru frönsk og mjög útbreidd á snyrtistofum um allan heim.“ 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.