Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 120

Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 120
Þórdís Hadda Yngvadóttir, kynningarstjóri ÁTVR. KONUR í VIÐSKIPTALÍFINU var kynning á ítölsku víni í apríl og nú í júní stendur yfir kynning á víni með grilimatnum,“ segir Þórdís. ATVR: Lifum, lænum og njótum Segja má að fyrstu róttæku breytingarnar hafi orðið þegar Vínbúðarmerkið var tekið upp og vínbúðirnar færðar í nútímalegt og notalegra horf með sérverslunarsniði," segir Þórdís Hadda Yngvadóttir, kynningarstjóri ÁTVR. Hún hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir rúmu ári, en áður var Þórdís m.a. rit- stjóri hjá Vöku-Helgafelli í 5 ár, þar sem hún ritstýrði öllu kynningarefni forlagsins. Árið 2001 sótti hún námskeið hjá Frumkvöðla-Auði og stofnaði eigið útgáfufyrirtæki, Nansen ehf., sem sérhæfir sig í gerð hágæða kynningarefnis um Island og norðurslóðir. „Starf mitt sem kynningarstjóri hjá ÁTVR s.l. ár hefur verið ákaflega spennandi og íjölbreytt. Vínblaðið kom fyrst út í desember á liðnu ári, en það inniheldur vöruskrá vínbúða, auk fróðlegra greina um vín. Fyrir jólin var farið í fyrsta kynningar- verkefnið í samstarfi við birgja áfengis, en það var um vín með jólamatnum. Af því tilefni var gefinn út bæklingur og haldin kynning fyrir almenning á Grand Hótel, þar sem fólki stóð til boða að bragða hátt í hundrað tegundir af fyrsta flokks víni. Þá Betri vínmenning „Sú bætta vinmenning sem hefur þróast hér á landi hefur skapað möguleika á því að setja viðskipta- vininn í öndvegi og efla þjónustuna og allt gæðastarf. Þessi aukna áhersla á kynningarstarf er alger nýbreytni hjá fyrir- tækinu og í anda stefnu þess. Nýjar áherslur í stefnunni voru kynntar í mars sl., þar sem ákveðið var að ganga enn lengra í því að breyta ÁTVR úr afgreiðslufyrirtæki í fyrsta flokks þjónustufyrirtæki. Mikilvægt er að viðskiptavininum þyki gaman að versla í vínbúðunum og finnist það fróðleg upplifun. Ekki vantar úrvalið og það er gaman að pæla í víntegundum." Þórdís bendir á að til þess að geta þjónað viðskiptavininum sem best þarf starfsfólk að hafa þekkingu á vörunum. „Allir starfsmenn ÁTVR fara á námskeið í vínffæðum og auk þess er verið að mennta vfnsérfræðinga sem koma til með að vera sérstaklega merktir í vínbúðum. Tilgangurinn er að auka gæði þjónustunnar. Fleiri nýjungar má sjá í vínbúðunum, eins og bjórkæla í vínbúðunum í Kringlunni og Smáralind, og fleira er á döfinni sem viðskiptavinir okkar munu senn verða varir við,“ segir Þórdís. Á ársfundi ÁTVR 4. júní s.l. var kynnt slagorð ÁTVR: Lifum, lœrum og njótum. „Tilgangur slagorðsins er að fanga athygli viðskiptavina, efla hugarflug þeirra og gefa þeim og starfsmönnum sameiginlega sýn á hvert fyrirtækið stefnir. Slagorðið má útleggja á þann veg að lífið getur verið heilmikil glíma; við megum ekki gleyma að staldra við af og til og minna okkur á að nota vel þann tíma sem okkur er gefinn. Njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða og læra og þroskast til að geta lifað lífinu lifandi. Góð vín eru yndisauki sem við skulum njóta og fara vel með eins og aðrar lífsins lystisemdir. Það er einnig gaman að segja frá því að ÁTVR vann á þessu ári til verðlauna sem ríkisstofnun til fyrirmyndar og auðvitað hvetur slík viðurkenning fólkið í fyrir- tækinu til dáða. Auk þess vann vefurinn www.vinbud.is IMARK-verðlaunin sem besti fyrirtækjavefurinn.“ Þórdís segist vissulega vera orðin kröfuharðari á vín en hún var áður en hún hóf störf hjá ÁTVR „Eg hef áhuga á góðu víni og gott vín er ómissandi með góðum mat.“ Og Þórdís er ekki aðeins sælkeri á mat og drykk - hún hefur einnig mikla ánægju af útivist og ósnortinni náttúru. Sá áhugi endurspeglast í útgáfú hennar á ársritinu Icelandic Geographic, sem hóf göngu sína árið 2002, og nú í vor opnaði Þórdís vefsetrið www.icelandicgeographic.is. Fyrirtæki Þórdísar, Nansen Publishing, hefur fengið afburðagóðar viðtökur, ekki síst erlendis. M.a. hafa ýmsir erlendir ritstjórar leitað til hennar eftir efni og greinum. „Eg var með grein um Surtsey í CNN Traveller nú í vetur og þeir eru búnir að panta hjá mér aðra grein. Það er líka ýmislegt fleira spennandi í bígerð og mjög gaman að fást við svona óltk og fjölbreytt verk- efni,“ segir Þórdís að lokum. B3 ÁTVR er fyrirtæki sem hefur tekið stakkaskiptum undanfarin 4 ár. 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.