Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 112
iðnaði strax að námi loknu, og réðst árið 1980
til Pharmaco. Þegar Delta hóf starfsemi flutti
hún þangað og var markaðsstjóri þar fram til
þess að hún tók við núverandi starfi sem yfir-
maður útflutningssviðs.
„Það fer óneitanlega ansi mikill tími í vinn-
una hjá mér,“ segir Guðbjörg Edda. „Þegar ég
hef tíma aflögu nota ég hann með ijölskyld-
unni, þ.e. eiginmanni og tveim sonum. Eg
ferðast allnokkuð vegna vinnunnar en utan
hennar hef ég gaman af því að koma á nýja
staði og vil helst skoða eitthvað nýtt í hvert
sinn sem ég fer utan. Ef ég ætti að velja eitt-
hvert uppáhaldsland væri það helst Astralía
sem mér finnst stórkostlegt land, bæði nátt-
úran og dýralífið auk þess sem Astralir eru
sérstaklega þægilegt og viðkunnanlegt fólk.“
Gamalgróið fyrirtæki Pharmaco hafði for-
göngu um að stofna Delta og átti meirihluta í
fyrirtækinu fyrstu 10-11 árin. Árið 2002 seldi
Pharmaco alla sína innanlandsstarfsemi en
var efdr með mikla starfsemi í Austur Evrópu.
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, lyfjafræðingur og framkvæmdastjóri sölu-
sviðs Actavis.
Sömu kröfur til samheitalufja
Okkar styrkur felst í því að vera með öfluga
vöruþróun og mikið og breitt úrval lyfja,“
segir Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fram-
kvæmdastjóri sölu til þriðja aðila, hjá Actavis. „Við
leggjum gríðarlega mikið í þróun og erum með
þróunarstarfsemi í þeim löndum þar sem við erum
með verulega starfsemi eins og Möltu, Tyrklandi,
Búlgaríu og Serbíu. Þróunareiningin hér á Islandi er þó
sterkust og leiðir starfið."
Guðbjörg Edda segir það mikinn misskilning að minni
gæðakröfur séu gerðar til samheitalylja en frumlyija.
„Gæðakröfur eru síst minni og á sama hátt og það þarf að
þróa lyfjaformið í upphafi, þarf að þróa samheitalyf að því
undanskyldu að virka efnið í því er þekkt og því ekki þörf á að
gera umfangsmiklar klínískar rannsóknir. Þróun samheita-
lyfs tekur nokkuð langan tíma og að öllu jöfnu þurfúm við að
fara af stað með þá þróun að minnsta kosti fimm árum áður
en lyfið á að koma á markað. Eftir að þróunarvinnu lýkur
tekur 2-3 ár að fá tilskilin leyfi og samþykki," segir Guðbjörg
Edda. „Nú erum við til dæmis að taka ákvörðun um það
hvaða lyf við setjum á markað 2013-2016.“
ÁStralía í uppáhaldi Guðbjörg Edda þekkir vel til starfsemi
Actavis. Hún er lyljafræðingur að mennt en hóf störf í lyfja-
Delta var hins vegar með talsvert
mikla starfsemi hér á landi en sú
starfsemi sem var í Evrópu var fyrst
og fremst í Vestur Evrópu þannig að
skörun fyrirtækjanna var lítil sem
engin þegar þau sameinuðust haustið
2002.
Nú er starfsemi Actavis í 25 löndum og höfuðstöðvar fyrir-
tækisins á Islandi og fyrirtækið er skráð hér á landi. Það er
eitt verðmætasta fyrirtækið í Kauphöll Islands um þessar
mundir og starfsmannaijöldinn er rúmlega 7000 í þessum 25
löndum.
„Fyrirtækið skiptist í sex svið og þar af eru tvö sölusvið,"
segir Guðbjörg Edda. ,Annað sölusviðið er það sem ég veiti
forstöðu, það sem kallað er sala til þriðja aðila en hitt sviðið
hefur með sölu á okkar eigin merkjum að gera. Sviðin tvö eru
með álíka mikla veltu.“
Styrkur og framtakssemi Nafnið Actavis var valið eftir ítar-
lega athugun. Orðið er samsett úr tveimur latneskum orðum,
„acta“ sem merkir framtakssemi og „vis“ sem merkir styrkur.
Actavis endurspeglar þá eiginleika sem einkenna samstæð-
una: hraða, metnað, kraft, frumkvæði, ábyrgð, gæði, þjón-
ustulund og alþjóðahyggju. 33
Actavis:
Yfirvöld eru almennt
fylgjandi því að nota
samheitalyf þar sem þau
eru talsvert ódýrari en
frumlyf envirka eins.
112