Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 69
5
KONUR I IflÐSKIPTALIFINU
hverjum er verið að selja. Eigi auglýsing að höfða til kvenna
þarf hún að innihalda upplýsingar en bara öðruvísi upplýsingar
en þær sem höfða til karla. Auglýsingarnar eiga ekki að byggja
á stjórnun og skipunum, stöðu eða sigri. Það virkar heldur ekki
að nota bleikt og ætlast til þess að konur falli um leið iýrir því.
Það sem gildir er að sýna umhyggju, t.d. ná fólki saman, vekja
tiliinningu um nærveru og nálægð, hjálpsemi og gildi. I stuttu
máli að höfða til samkenndar og þess að vilja gera heiminn
betri. Þó að staðreyndir og tæknileg atriði séu mikilvæg og
þuríi auðvitað að koma fram, er ekki vist að það sé tímabært
fyrr en í lok sölunnar." S3
Kvennavefnaður
ótt vefnaður sé á undanhaldi sem hefðbundið kvennastarf
hafa margar konur fundið sér aðrar leiðir til að fá útrás
fyrir vefnaðarþörfina sem virðist vera sterk. Nútíma-
konan vefur í bláheimum, „cyperspace", og eftír hana liggja ótal
vefir eða heimasíður á Netinu. Þessir vefir eru af ýmsu tagi en
margir þeirra snerta kvenréttindi á einn eða annan vef. Nokkur
veftímarit eru augsýnilega kvennarit og svo eru það einkavefir
sem oft á tíðum innihalda blogg eða sérstök áhugamál.
Femin.is er sennilega frægastur kvennavefja og inniheldur meira og minna
allt sem talið er líklegt að konur vilji sjá og taka þátt í.
Kvenhyggjuvefurinn Bríet, www.briet.is, er eins og nafnið bendir til, kven-
frelsisvefur.
Tíkin, www.tikin.is, er rekin af ungum konum með skoðanir og fjallar um
menn og málefni.
Tímaritið Vera heldur úti vefsíðunni www.uera.is og Kvenréttindafélag
íslands uuuvw.krfi.is.
Leitarsíðan www.konur.is er ekki sérstaklega fyrir konur en þar eru þó
tenglar í ýmsa kvennavefi.
Á www.fittstim.nu er hægt að fá upplýsingar um Píkutorfuna og á
www.fka.is er að finna allt um Félag kvenna í atvinnurekstri.
Rannsóknastofa í kvennafræðum hefur eigin síðu á www.hi.is/stofn/fem og
líka vefurinn Kvennaslóðir www.kvennaslodir.is sem sérstaklega var búinn til
svo hægt væri að nálgast konur til viðtala.
Þeir sem vilja fræðast um sögu kvenna geta leitað á náðir Kvennasögusafns
íslands, www.kona.bok.hi.is.
Klúbbar eiga sínar síður. Zontaklúbbana er að finna á www.zonta.is og Inner
Wheel, kvennaklúbbur Rótarý, er með heimasíðuna www.innerwheel.is.
Af áhugamálasíðum ber að nefna Barnaland, www.barnaland.is sem er að
vísu rekin af hjónum en líklegt er að mikill meirihluti notenda séu konur, þ.e.
mæður sem setja inn efni á barnasíðurnar.
Handavinnu er að finna á www.handavinna.is en fyrir bútasaumara er ein-
falt að fara á www.butasaumur.is.
Hér hefur verið stiklað á stóru og fjölmargir aðrir eru vefir til. Bloggvefir,
áhugamannavefir, fréttavefir og svo framvegis. Tímarit og dagblöð eru með
sérstaka kvennahluta. S!]
69