Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 44
KONUR í UIÐSKIPTALÍFINU Ingibjörg Pálmadóttir athafnakona. „Ég hef mikinn áhuga á því að búa eitt- hvað til og framkvæma." Mynd: Geir Ólafsson Ingibjörg Pálmadóttir ATHAFNAKONA OG HÖNNUÐUR Ahuginn drífur Ingibjörgu Pálmadóttur, athafnakonu og hönnuð, áfram. Það er áhugi á listum og menningu, áhugi á að koma hugmyndum í framkvæmd og uppfylla drauma. Þannig komst 101 hótel á laggirnar og sama gildir um 101 gallerí. Otal mörg önnur verkefni bíða. „Það skiptir mestu máli að hafa ástríðufullan áhuga á því sem maður er að gera. Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Ingibjörg. Hún kveðst aldrei hafa litið á sjálfa sig sem viðskiptakonu, frekar athafnakonu og kveðst vera alin upp í þannig umhverfi. „Eg er fædd inn í verslun og hef unnið í Hagkaup frá því að ég var lítið barn. Það hefur ábyggilega mótað mig mjög mikið því að ég hef mikinn áhuga á því að búa eitthvað til og framkvæma. Pabbi var náttúrulega mikill framkvæmda- maður og það hefur mótað mig mikið. Það er stór þáttur í því að ég hef farið út í að framkvæma ýmsa hluti,“ segir hún. Ingibjörg segist styðja einstaklingsframtak og frelsi í við- skiptum en telur líka mikilvægt að búa til leikreglur sem allir fari eftir þannig að skapað sé umhverfi til að láta „hlutina blómstra. Eg er fylgjandi ein- staklingsfrelsi og held að það gefi kraft í hag- kerfið, framtak einstaklingins skiptir máli og að hann fái svigrúm til framkvæmda." Ingibjörg lumar á ýmsum verkefnum og á sér ýmsa drauma. Hún talar t.d. um að gaman væri að opna gallerí í borg eins og London til að koma íslenskri list á framfæri. „Við eigum svo góða listamenn og það myndi gera mikið fyrir okkur Islendinga að vera með í leiknum í öðrum hlutum Evrópu. Eg held að það ætti alveg að geta gerst.“ S3 SVAFA GRÖNFELDT FRAMKVÆMDASTJÓRI HJÁ IMG Það er örugglega engin ein uppskrift að starfsframa, þetta er bara vinna og aftur vinna. Síðan hefur ýmislegt áhrif, t.d. heilindi. Að undanförnu hafa menn mikið talað um viðskiptasiðferði. Island er lítið markaðssvæði og fiskisagan flýgur hratt, bæði til góðs eða ills. Ef maður ætlar að ná árangri í starfi þá skipta heilindi máli. Það er aldrei að vita hverjum maður mætir á leiðinni upp eða niður stigann. Það hefur að minnsta kosti reynst mér vel að vera heil í því sem ég er að gera. Eg held að hroki og ofmat sé versti óvinurinn, það er aldrei að vita hverja maður hittir á lífsleiðinni og hvar í stiganum það er,“ segir Svafa Grönfeldt, framkvæmdastjóri hjá IMG, móðurfélagi Gallup og Deloitte, og lektor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Islands. Svafa telur að tengslanetið skipti máli og segir það koma kannski af sjálfú sér á þegar vel sé unnið. „Þegar maður vinnur vel og gerir það af heilindum þá verður til net af fólki sem treystir manni. Eg hef litið svo á að tengsla- netið sé afleiðing af vinnunni og þegar tengsla- 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.