Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 35
? KONUR I UIÐSKIPTAUFINU endur og leiðtoga án einhvers kynjakvóta; að líta á stjórnendur fyrst og fremst sem manneskjur, einstaklinga, og án kynferðis, kynþáttar og litarháttar. Að í störf stjórnenda séu þeir ráðnir sem hafi mestu hæfileikana. List- inn yfir konurnar 70 er gerður til að skerpa á umræðunni og til að vekja athygli á konum í leið- togahlutverki í viðskiptalífinu. Svo er hann auðvitað gerður til gamans líka. Umræðan um konur í hlutverki leiðtoga í viðskiptalífinu er vinsælt umræðuefni og partur af jafnréttisumræðunni. Það fer ekkert á milli mála að margar konur eru áhrifamiklar innan viðskiptalífsins. I vali sínu á 70 áhrifamestu konunum í viðskiptalífinu studdist Frjáls verslun ekki við neina óformlega könnun á meðal lesenda blaðsins eða stjórnenda. Listinn er einvörð- ungu mat ritstjórnar Frjálsrar verslunar. Hann er enginn stóri- dómur og eflaust eru ekki allir á einu máli um valið á listann, eins og gengur. Iistinn er ekki númeraður. Þó velur Frjáls verslun tíu áhrifamestu konurnar, en gerir ekki upp á milli þeirra inn- byrðis. Engin tilraun er heldur gerð til að raða niður listann frá tíu upp í sjötíu eftir einhverri númeraröð. Við valið á listann vógu þyngst þættir eins og forysta, athafnasemi, stærð fyrirtækja og vilji til að hafa áhrif og beita sér. Það var skilyrði að þær störfuðu hjá einkafyrirtækjum, eða samtökum. Ella hefðu ýmsir ráðherrar og stjórnmála- menn skipað sér á listann og mörgum eflaust þótt við hæfi að hafa Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, efsta á listanum. Einhver kynni líka að halda þvi fram að margar konur séu „áhrifamiklar“ sem makar þekktra manna í viðskiptalífinu og stjórnmálum - sem þeirra helstu ráðgjafar. Hvers vegna þær? KRISTIN JÓIIANNESDÓ'I I1K, framkvæmdastjóri Gaums, hefur orðið sífellt meira áberandi og áhrifameiri eftir því sem veldi Baugs Group hefur þanist út. Kristín er systir Jóns Asgeirs, dóttir Jóhannesar Jónssonar í Bónus, og ein af ijórum eigendum Gaums. Gaumur á yfir 65% í Baugi. Þótt völd og áhrif Jóns Asgeirs séu ótvíræð innan Baugs fara áhrif systur hans mjög vaxandi. Kristín situr í stjórn Baugs Group, Kald- baks og Goldsmiths. Hún er stjórnarformaður í Fasteigna- félaginu Stoðum sem og stjórnarmaður í Samtökum atvinnu- lífsins. Hún er lögfræðingur. RANNVEIG RIST er löngu þekkt sem einn helsti leiðtoginn í íslensku viðskiptalífi. Hún hefur um árabil gegnt starfi innan Isal, síðar Alcan á Islandi, sjöunda stærsta fyrirtækis á Islandi. Hún er stjórnarformaður Símans. Rannveig er vélaverkfræð- ingur og með MBA-nám frá Bandaríkjunum. KRISTIN PÉTURSDOTTIR, framkvæmda- stjóri fjárstýringar KB banka, er löngu þekkt innan ijármálaheimsins þótt fremur lítið hafi farið fyrir henni í fjölmiðlum. Hún er önnur tveggja framkvæmdastjóra hjá KB banka, hin er Guðný Arna Sveinsdóttir, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs. Kristín var í forystusveit Kaupþings til margra ára og varð fram- kvæmdastjóri fjárstýringar KB banka við samruna Kaupþings og Búnaðarbanka. Hún er einhver allra nánasti samstarfs- maður Sigurðar Einarssonar, starfandi stjórnarformanns bankans. Takið eftir því að flárstýringin hefur með tjármögnun KB banka að gera. Ekki þarf að hafa mörg orð um vægi þess sviðs í ljósi kaupa KB banka á danska bankanum FIH á dögun- um. KB banki er eftir þau kaup áttundi stærsti banki Norður- landa. Kristín er hagfræðingur. SVAVA JOHANSEN, kaupmaður í NTC (rekur Sautján og fleiri verslanir), er í leiðtogahlutverki innan fataverslunar á Islandi; svo umsvifamikið er fyrirtækið á þeim vettvangi. Þótt Svava ráði auðvitað ekki tískunni þá eru áhrif hennar á þeim vettvangi mikil. Svava er menntuð frá Verslunarskóla Islands. ELÍN SIGFÚSDÓITIR, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, var ein Ijölmargra úr stjórnunarliði Búnaðar- bankans sem keypt voru yfir í Landsbankann fyrir rúmu ári. Þar gegndi hún sama starfi, auk þess sem hún sat í stjórn Búnaðarbankans fyrir hönd starfsmanna. Fyrirtækjasvið Landsbankans annast öll lánsviðskipti við fyrirtæki, sem eru í TÍU ÁHRIFAMESTU (Ekki númeruð röð) KRISTÍN JÚHANNESDÓniR framkvæmdastjóri Gaums; aðaleiganda Baugs Group. Situr í stjórn margra fyrirtækja. RANNVEIG RIST forstjóri Alcan á íslandi og stjórnarformaður Símans. KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR framkvæmdastjóri flárstýringar KB banka (sem annast fjármögnun bankans). SVAVA JOHANSEN kaupmaður í NTC, Sautján. ELÍN SIGFÚSDÓTTIR framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. BRYNJA HALLDÓRSDÓTTIR framkvæmdastjóri Norvik, fjármálastjóri Byko og í stjóm KB banka. RAGNHILDUR GEIRSDÓTTIR framkvæmdastjóri rekstrarstýringar lcelandair. Hún situr í stjóm Flugleiða. INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR fjárfestir, hönnuður og eigandi 101 hótels. ERNA GÍSLADÓTTIR forstjóri BS.L og formaður Bílgreinasambandsins. SVAFA GRÖNFELDT framkvæmdastjóri hjá IMG, lektor við HÍ og þekktur ráðgjafi forstjóra í stjórnun. Við valið á listann vógu þyngst þættir eins og forysta, athafna- semi, stærð fyrirtækja og vilji til að hafa áhrif og beita sér. Það var skilyrði að þær störfuðu hjá einkafyrirtækjum eða samtökum. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.