Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 94
KONUR í UIÐSKIPTALÍFIIMU
Ráðstefnudeild Ferðaskrifstofu Íslands:
Sumrin háannatími
Allir millistjórnendur Islandsferða eru konur en samkvæmt nýjustu könnunum eru
það þeir stjórnendur sem gegna lykilhlutverki í rekstri fyrirtækja.
Urval Útsýn sameinaðist Ferðaskrifstofu íslands (áður
Ferðaskrifstofa ríkisins) í lok ársins 1998. „Innanlands-
deildin hélt nafni Ferðaskrifstofu íslands og sá um þá
sem komu til landsins, en Úrval Útsýn sá um hópferðir og
sólarlandaferðir Islendinga,“ segir Helga Lára Guðmunds-
dóttir, deildarstióri Ráðstefnudeildar. „Það urðu svo aftur breyt-
ingar um síðustu áramót þegar innanlandsdeildin var sam-
einuð átta öðrum skrifstofum Flugleiða erlendis. Hið nýjafyrir-
tæki heitir Islandsferðir ehf. Úrval Útsýn og Viðskiptaferðir
Ferðaskrifstofu Islands hafa verið skilin frá okkur og eru nú
rekin sér. Ráðstefnudeildin, sem er hluti af Islandsferðum, er
fyrirtæki í fyrirtækinu ef svo mætti segja. I deildinni vinna 7
starfsmenn í fullu starfi allt árið. Við sjáum um markaðssetn-
ingu, tilboðsgerð, úrvinnslu og alla framkvæmd funda og ráð-
stefna. Þetta er gríðarlega mikið og ljölþætt starf og krefst
mikillar nákvæmni."
Mikill meðbyr Helga Lára hefur starfað við ferðamál í 20 ár,
hún hóf störf hjá Ingólfi Guðbrandssyni hjá Útsýn árið 1984.
Hún var í fyrstu við utanlandsdeildir og sem fararstjóri erlendis
en færði sig fyrir 10 árum til Innanlandsdeildar ÚÚ.
„Ráðstefnuþjónusta er vaxandi grein og við
höfum mikinn meðbyr. Ahugi á landinu er
mikill um allan heim og það eru ákveðin for-
réttindi að fá að vera þátttakandi í þessari
uppbyggingu og sjá afrakstur vinnunnar í
fjölgun farþega til landsins. Þessir farþegar
skilja eftir sig mikinn gjaldeyri til þjóðar-
búsins."
Helga Lára nam markaðs- og fundafræði og
lauk námi í Leiðsöguskólanum. „Þessu starfi fylgja
auðvitað bæði kostir og gallar. Kostirnir eru þeir
að maður staðnar ekki í starfi og er sífellt
að læra eitthvað nýtt og svo auð-
vitað að kynnast fólki af öllum
þjóðernum. Helstu gallar
eru mikil ijarvera frá
manni og börnum, en
ég á frábæran mann og
tvo yndislega drengi
sem hafa sýnt ótrú-
lega mikla þolin-
mæði í gegnum
árin,“ segir Helga Lára. „Áhugamál mín hafa aðallega tengst
ferðalögum og útiveru, en ég hef verið svo lánsöm að hafa haft
tækifæri til að ferðast vítt um heiminn með vinum og tjölskyldu.
Matreiðsla hefur ætíð skipað stóran sess í frítíma mínum og veit
ég ekkert betra en að elda góðan mat að kvöldi dags og njóta
hans með mínum. Við eigum sumarbústað í Borgarfirði en
þangað reynum við að fara eins oft og tækifæri gefst.“
Fórnfúst og lifandi Starf Helga Lára segir starf sitt vera lifandi
og fórnfúst. „Við erum í mikilli samvinnu við undirbúnings-
aðila og gesti þegar á ráðstethu er komið. Eg hef nú stundum
sagt að við séum svolitlir spennufíklar, ráðstefnustelpurnar,
aldrei hressari en þegar við vinnum út í eitt. Þetta er mjög
fórnfúst starf, þar sem háannatími okkar er sumarið þegar
aðrir eiga frí. Allir stærri viðburðir eru bókaðir um helgar og er
þá bara að duga eða drepast. I deildinni með mér eru bara
konur og við getum ekki sagt að við séum konur í karlaheimi
þar sem aðeins þrír karlar eru meðal 40 starfsmanna - en þeir
eru reyndar í efsta þrepi.“
Framtíðin Helgu Láru bíður nýtt hlutverk en
þegar sumri hallar á hún von á tveimur
barnabörnum. „Það er nýtt hlutverk sem
ég hlakka mikið til að takast á við og ég
verð nú sjálfsagt að draga eitthvað úr
vinnu minni til að standa mig í því,“ segir
hún brosandi. „Annars nota ég frítíma
minn ágætlega og er í stjórn vinafélags
Operunnar og í Lions. En mig dreymir
um að geta dregið aðeins úr daglegu
amstri og geta farið að miðla öðrum meira
af þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef
aflað mér gegnum árin.“ 33
Helga Lára Guðmundsdóttir
deildarstjóri. „Áhugi á landinu
er mikill um allan heim og
það eru ákveðin forréttindi
að fá að vera þátttakandi
í þessari uppbyggingu
og sjá afrakstur vinn-
unnar í fjölgun far-
þega til landsins."
%
94