Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 89
5
KONUR I UIÐSKIPTALIFIIMU
Ivor voru liðin 25 ár frá þvi Margaret Thatcher varð forsætis-
ráðherra Breta. í 11 ár setti hún svip sinn á breskt þjóðfélag
og tókst svo vel til að Verkamannaflokkurinn gat ekki fundið
upp á neinu betra en að halda áfram 1997 með það sem hún
hafði gert: að leiða verkalýðsfélögin hjá sér og einkavæða út og
suður. En það er ekki aðeins stefna hennar sem hefur verið
tilefni vangaveltna, heldur einnig hvernig hún sljórnaði.
Barði í borðið með handtöskunni Sögusagnir herma að járn-
frúin hafi notað handtöskuna til að beija í borðið og knýja sitt
ffarn og í einni „minningargreininni“ í vor í tilefni af 25 árunum
er talað um að Bretlandi hafi verið stjórnað í skugga handtösk-
unnar á Thatchertímanum.
Samstarfsmenn hennar segja reyndar að þetta með hand-
töskuna sé goðsögn, en af því goðsögur eru alltaf betri en raun-
veruleikinn þá er ekki úr vegi að kalla stjórnunarstíl hennar
handtöskustílinn. Hann fólst reyndar í fleiru en bara að beija í
borðið og kannski var það þess vegna sem endalok hennar
urðu eins og raun bar vitni: henni var svipt af sviðinu á
nokkrum sólarhringum og engum virtist koma það jafnmikið
á óvart og henni sjálfri - því hluti af handtöskustílnum var að
hlusta ekki á aðra.
Það kostar blóð, svita og tár að komast í efsta sætið, hvort
sem er í stjórnmálunum eða viðskiptalífinu, en það er erfiðara
að hætta á virðingarverðan hátt. Ferill Thatchers endaði í
tárum: í eina skiptíð sem járnfrúin sást fella tár var þegar hún
yfirgaf breska forsætisráðherrabústaðinn að Downingstræti 10
í síðasta skiptið.
Sögusagnir herma að járnfrúin hafi notað
handtöskuna til að beq'a í borðið og knýja
sitt fram og í einni „minningargreininni“ í
vor í tilefni af 25 árunum er talað um að
Bretlandi hafi verið stjórnað í skugga
handtöskunnar á Thatchertímanum.
Kom, sá 09 Sigraði Fyrsta aðkoman í Downingstræti var
auðvitað öldungis með öðrum hætti. Thatcher kom, sá og
sigraði í byijun maí 1979 með 44 prósenta fylgi á bakinu. Orð
hennar á tröppunum voru fengin frá heilögum Frans frá Assisi,
hún dró aldrei fjöður yfir trúhneigð sína. Hún boðaði samhljóm
þar sem áður hefði verið sundurlyndi. Samhljómurinn entist
henni í ellefu ár.
Járnfrúin fæddist 1925 sem Margaret Roberts, dóttir búðar-
eiganda í smábænum Grantham í Norður-Englandi. Faðir
hennar hafði orðið að hætta í skóla 14 ára til að vinna fýrir sér,
en tókst með elju og dugnaði að setja á stofn eigin búð. Hún var
mikil pabbastelpa, leit mjög upp til föður síns, en hafði ekki
sama álit á móður sinni. Margaret á systur sem er fjórum árum
yngri, en af henni fer engum sögum. I nýlegum sjónvarpsþætti
um Thatcher kom fram að æska hennar var ekki beint fjörug,
heldur einkenndist af trúhneigð móðurinnar og trú föðurins á
eigið framtak - vegarnesti, sem entist henni vel.
Hún var mikil pabbastelpa Áhangendur Freuds segja örugg-
lega „aha“ þegar þeir heyra að pabbastelpan giftist Denis
Thatcher, sem var tíu árum eldri en hún. Denis Ihatcher, sem
lést fyrir ári, var velstæður viðskiptamaður, alinn upp í
London, sonur nýsjálenskra innflytjenda. Hann var jafnmikill
heimsborgari og hún smábæjarstelpa. Hún hafði lagt stund á
efnafræði í Oxford en var komin á kaf í stjórnmálin þegar þau
Denis kynntust. Þau giftust 1951, eftir þriggja ára tilhugalíf.
Denis átti sinn þátt í velgengni konu sinnar. Hann hafði
það nógu gott til að Margaret þurfti aldrei að hafa áhyggjur af
afkomu tjölskyldunnar en hann hafði líka mátulega mikið álit
á stjórnmálum til að láta hana um þau. Hann kunni að meta
rugby og gin&tonic og skopskynið var ósvikið. Þau eignuð-
ust tvö börn, tvíbura. Mark, sem varð frægur þegar hann
týndist í rallkeppni í Sahara, og Carol.
Eiginmaðurinn Denis, sérlega afslappaður Carol er blaða
maður og hún hefur sagt um foreldra sína að mamman hafi
verið jafn stressuð og pabbinn var afslappaður. Hann var líka
annálaður fyrir hógvært skopskyn. Sarah Ferguson, fyrrum
eiginkona Andrews prins, þótti tala fljótar en hún hugsaði.
Einhveiju sinni bar hún sig aumlega við Denis yfir því hvað
tjölmiðlar færu illa með allt sem hún segði. „Það væri kannski
ráð að þegja,“ sagði hann. Meðan frúin var forsætisráðherra
var hann einhveiju sinni spurður af ókunnugum hvað konan
hans gerði. „Hún gegnir tímabundnu starfi," varð honum að
orði - og það var ekki tjarri lagi.
Thatcher var boðberi nýrra hugmynda, fann ekki sjálf
upp á einkavæðingu, heldur þáði ráð frá hugmyndafræð-
ingum flokksins, sem fóru í smiðju framúrstefnulegra hag-
fræðinga þess tíma. I stað þess að ríkið væri að vasast í
atvinnurekstri eins og að reka símann, stálvinnslu og fleira
væri best að láta atvinnulífið keppast um þetta... og hún
hófst fljótlega handa.
Þegar kom fram undir 1990 voru komnir þreytubrestir í
stjórnina. Thatcher hafði reyndar verið ötul að skipta út ráð-
herrum til að halda öllum við efnið - en það er ekki auðvelt
fyrir valdamesta mann landsins að halda sjálfum sér á tánum.
Thatcher hafði tröllatrú á eigin innsæi og var ekki mikið gefin
fyrir að hlusta á aðrar skoðanir.
Munurinn á Thatcher og Tony Blair Það er gjarnan sagt um
Tony Blair forsætisráðherra að hann vilji helst gera svo öllum
líki. Thatcher var á hinum endanum: henni stóð nákvæmlega
á sama um hvað vinir og óvinir sögðu um hana og hún var
óhrædd að leggja til atlögu við menn og málefni á yfirvegaðan
og - að mati andstæðinga - kaldriijaðan hátt.
Ovinsælu málin hrönnuðust upp. Hún barðist fyrir óvin-
sælum nefskatti. Tök hennar á efnahagsmálunum þóttu ekki
jafn örugg og í upphafi. Margir flokksmenn voru orðnir
ósáttir við andevrópska stefnu hennar og þótti sem hún væri
að einangra Breta illilega í Evrópusamstarfinu... og síðast en
ekki síst sauð á mörgum flokksmönnum vegna þess sem
mörgum þótti hrokafull framkoma.
89