Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 90

Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 90
Hún Sigraði léttilega Hún vann kosningarnar 1987 en í fagnaðarlátunum er sagt að Denis hafi haft á orði að þau læti myndu ekki endast út árið. Mikið rétt: Hrunadansinn var haf- inn, en stóð reyndar lengur en ár. Árið 1989 voru ýmsir flokksmenn orðnir uggandi um stjórnarhætti Thatchers og lítt þekktur þingmaður, Anthony Meyer, bauð sig fram sem flokksleiðtogi gegn henni. Vísast var Meyer aðeins að kanna stöðuna, studdur þungvægari þingmönnum. Thatcher sigraði léttilega en framboðið var viðvörun - sem hún á sinn einþykka hátt sinnti í engu. Nú var ekki að sökum að spyija: þingmenn misstu trú á henni til að vinna kosningar. Þingmenn geta liðið sterkum leiðtogum margt en eru óhrifnir af leiðtoga, sem þykir atkvæðafæla. Og hún fældi líka ráðherra frá. Einn þeirra var Geoffrey Howe, sem hafði verið settur af sem utanríkisráð- herra og gerður að þingforseta. Um miðjan nóvember 1990 hélt Howe afsagnarræðu, sem er enn í minnum höfð sem ein áhrifamesta afsagnarræða síðari áratuga. Michael Hesletíne með leikfléttu Nú var komin í gang leik- flétta sem stefiidi bara á ein endalok. Michael Hesletine, for- smáður ráðherra og ákafur Evrópusinni, skoraði á Thatcher í formannskjöri. í fyrstu umferð náði hún ekki afgerandi meiri- hluta - og þá gerðu nánustu samstarfsmennirnir henni ljóst að dagar hennar væru taldir. Yfirlýsingin kom 22. nóvember, og í kastljósi sjónvarpsvélanna keyrði járnfrúin á brott með tár í augum. Andartakið var svo áhrifaríkt að flestir Bretar, sem voru komnir til vits og ára muna enn hvað þeir voru að gera þegar þeir fréttu afsögn Thatchers. Það hefur stundum verið sagt um Thatcher að hún hafi verið einkar dómhörð, jafnvel jaðrað við að vera haldin mannfyrirlitningu. Konum í flokknum þótti hún að minnsta kosti vera haldin kvenfyrirlitningu. Hún gerði ekkert til að styðja konur. John Major var málamiðlun Á endanum náði Hesletine ekki kjöri, heldur náðist samstaða um John Major, sem Denis Thatcher sagði síðar að hefði verið skelfilega lélegur forsætis- ráðherra. Iiklega var eiginkonan sömu skoðunar. Major fékk það vanþakkláta hlutverk að leiða flokk, þar sveif andi járnfrú- arinnar ekki aðeins yfir vötnunum, heldur hún sjálf. Fæstír voru í vafa um að hún hamaðist bak við tjöldin, reri í mönnum og áttí vísast sinn þátt í erfiðleikum flokksins á síðasta áratug. Það er í raun ekki fyrr en nú að það er að koma fram ný íhalds- mannakynslóð, óbarin af Thatcher og handtöskunni hennar. Handtöskustíllinn var harkalegur Handtöskustfflinn var fremur beinskeyttur og harkalegur. Það hefur stundum verið sagt um Thatcher að hún hafi verið einkar dómhörð, jafnvel jaðrað við að vera haldin mannfyrirlitningu. Konum í flokknum þótti hún að minnsta kosti vera haldin kvenfyrirlitn- ingu. Hún gerði ekkert til að styðja konur og þær áttu lítinn framgang á hennar mektardögum, eins og síðan eimdi eftír af fram á síðasta áratug. Hún var engin kvenréttindakona, en að einu leyti líktíst hún þó kvennalistakonum á fyrstu árum Kvennalistans: hún vitnaði gjarnan í hugmyndafræði hinnar hagsýnu húsmóður. Stjórnun var að hennar mati mjög komin undir heilbrigðri skynsemi. Hún vitnaði gjarnan í að hlutirnir þyrftu að ganga upp llkt og í heimilisrekstrinum. Eldhúshyggjan var það næsta sem hún komst kvenhyggjunni. Mikil mannaskipti einkenndu stíl hennar mm mannaskiptí einkenndu stjórnunarstíl Thatchers. Sagt var að hún tæki menn inn í stjórnina, kreisti það úr þeim sem þar væri að hafa og léti þá síðan róa. Þetta hélt ferskum blæ á stjórninni, en var afleit aðferð til að byggja upp samstæðan og tryggan hóp. Á endanum var hún búin að eignast býsna marga óvini og hrana- leg og harkaleg framkoma hafði losað hana við vinina. Thatcher hafði mikla hæfileika framan af til að taka upp hug- myndir og gera að sínum. Reynslan sýnir þó að þegar fram í sækir í lífi leiðtoga fer bæði að verða fátt um góðar hugmyndir og góð ráð. Góðar hugmyndir, sem gagnast vel í byrjun, renna sitt skeið og þá er hættan á að menn haldi fast í það gamla og hafi ekki rænu á að svipast um eftir nýjum. Góðum ráðum fækkar, því það eru fáir, sem endast í að segja einræðum stjórn- endum til syndanna. Fæðast menn leiðtogar - eða verða þeir bað? í stjórnunar- fræðum er viðloðandi þessi klassíska spurningin um hvort menn fæðist leiðtogar eða verði það. Thatcher er gott dæmi um að það er ómögulegt að segja fyrirfram um hvort menn dugi sem leiðtogar eða ekki - það er ekki hægt að æfa sig utan vallar. Hún varð flokksleiðtogi 1975 eftir ófarir Edward Heath en það datt engum í hug annað en að hún væri bara bráðabirgðalausn þar til annar alvöru leiðtogi kæmi til sögunnar. Bráðabirgða- lausnin entist í 15 ár sem leiðtogi og 11 sem forsætisráðherra. Þegar grannt er að gáð var stjórnunarstíll Thatchers endur- ómur af einræðum stjórnunarstíl 9. áratugarins, rétt eins og stjórnunarstíll Blairs, sem leitast við að gera öllum til hæfis, er endurómur af tilfinninganæmum tískustíl nútímans. En af Thatcher má alla vega læra að það er erfitt að komast á topp- inn... og enn erfiðara að hætta án þess að allt endi í tárum. Handtöskustíllinn: 1 Leitist ekki við að ná málamiðlun, heldur komið ykkar skoðun í gegn með því að beita öllum ráðum. 2 Beijið í borðið þegar ykkur tekst ekki að tukta fólk til með rökum. Til að halda í stílinn er rétt að nota handtöskuna - en ef hún er ekki tiltæk má nýta skó að fordæmi Krúsjevs. 3 Þiggið snjallar hugmyndir hjá öðrum og gerið að ykkar. 4 Stjórnandi stjórnar til að koma góðum hugmyndum í fram- kvæmd, ekki til að eignast vini. 5 Þegar þið sitjið óvænt ein uppi, svipt forystuhlutverkinu, dugir ekki að kenna handtöskunni einni um ófarirnar. 33 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.