Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 65
$ KONUR I UIÐSKIPTALIFIIVIU STJÓRNUNARSTÍLL KARLA • Skipa og stjórna. • Áhersla á verkefni. • Fela tilfinningar. • Afla upplýsinga. • ÁkvarSanataka að ofan. • Nota formlegt vald. • Stjórna með umbun og refsingu. • Áhersla á einstaklingsframlag. • Áhersla á útkomuna í ákvarðanatökuferlinu. STJORNUNARSTÍLL KVENNA • Hafa samskipti og samráð. • Áhersla á fólk. • Ræða tilfinningar. • Skiptast á upplýsingum. • Dreifð ákvarðanataka. • Nota persónulegt vald. • Stjórna með umboði til athafna. • Áhersla á dreift vald og upplýsingamiðlun. • Áhersla á ákvarðanatökuferlið sjálft. Dæmigerðar lýsingar á stjórnunarstíl karla og kvenna. til að hafa áhrif. Rosener kallar þetta „interactive leadership", þ.e. hér er um að ræða stjórnunarstíl sem hvetur til þátttöku í ákvörðunum, leggur áherslu á valddreifingu og upplýsinga- miðlun og á að vekja áhuga og eldmóð hjá starfsmönnum. Rannsókn fræðimannanna Alice Eagly og Mary C. Johann- essen-Schmidt árið 2000 staðfesti niðurstöður Rosener en þær lögðu spurningalistann the Multifactor Leadership Question- naire (MLQ) fyrir stjórnendur, samstarfsmenn og undirmenn í níu löndum. Spurningalistinn mælir, auk stjórnunar með sverði og stjórnunar með sprota, þriðja stjórnunarstílinn, svonefndan „laissez-faire leadership" eða afskiptalausa stjórnun. I ljós kom að kvenstjórnendur skoruðu hærra en karlstjórnendur í þremur þáttum stjórnunar með sprota: 1) Þær sýna eldmóð gagnvart framtíðarmarkmiðum; 2) Þær sýna hegðun sem vekur virðingu og stolt hjá starfsmönnum; 3) Þær leggja sig fram við að þróa starfsmenn sína og sinna einstaklingsmið- uðum þörfum þeirra. Auk þess umbuna þær starfsmönnum sínum fyrir góða frammistöðu, sem er einkenni stjórnunar með sverði. Karlstjórnendur þar á móti skoruðu hærra í nokkrum þáttum stjórnunar með sverði og beita oftar afskiptalausri stjórnun. Þeir virðast leggja meiri áherslu á að veita því athygli sem úrskeiðis fer í starfi undirmanna og bíða átekta þangað til vandamál eru orðin langvarandi. Sálfræðilegir bættir Ein af ástæðunum fyrir þessum mun kynjanna í stjórnun er sögð vera væntingar samfélagsins. Það er t.d. búist við því af stelpum að þær séu samvinnufúsar og rólegar á meðan strákar mega vera háværir og fyrirferðar- miklir. Strákar taka upp prik og nota það sem sverð eða byssu á meðan stelpur nota það sem töfrasprota. Við komum tram við kynin á mismunandi hátt. Rannsókn á sjúkrahúsi leiddi í ljós að hjúkrunarfræðingar komu ekki eins fram við stelpur og stráka: Þeir voru ekki eins varkárir með börn í bláum fötum og bleikum. Konur og karlar búa í mismunandi menningarumhverfi, tala um ólika hluti, lesa annars konar bækur, axla mismunandi ábyrgð og leika sér á annan hátt. í rannsókn, sem gerð var innan Landhelgisgæslu Bandaríkjanna, komu fram vísbend- ingar um að stjórnunarstíll karla spretti af leikjum sem þeir taka þátt í á uppvaxtarárum þar sem allt snýst um samkeppni og að sigra, á meðan stjórnunarstíll kvenna spretti af leikjum eins og td. brúðuleik eða mömmuleik þar sem enginn tapar né vinnur. Afleið- ingin er að konur sýna öðruvísi hegðun á vinnustað. Þannig geta orðið til menningarárekstrar. Félagsmótunin á sér líka stað í gegnum fyrirmyndir. Þegar við vöxum úr grasi þá sjáum við að hjúkrunarfræðingar eru konur og læknar karlmenn, kennarar og fóstrur eru konur en skólastjórar karlmenn, ritarar eru konur en framkvæmdastjórar karlmenn. Síðan myndast smitálag af þessum kynjahlutverkum yfir á vinnustaðinn þar sem konur halda áfram að þjóna og karl- menn stjórna. Þetta skýrir líka hvers vegna margar konur stjórna stoðdeildum eins og markaðsdeild, starfsmannaþjón- ustu eða fjármáladeild, þær eru s.s. áfram í þjónustuhlutverki. Umhverfisþættír Ann Morrison, meðhöfundur bókarinnar Breaking the Glass Ceiling: Can Women Reach the Top of America’s Largest Corporations? sem kom út árið 1994, er þeirrar skoðunar að munurinn á stjórnunarstíl kvenna og karla stafi fremur af umhverfinu en kynjamun. Konur hafi frekar verið ráðandi í stoðdeildum eða þurft að vinna sig upp í fyrir- tækjum og þess vegna tileinkað sér ýmsar aðferðir. A þessum stigum í stjórnskipulaginu hafi þær haft lítið formlegt vald en borið mikla ábyrgð. Þar virki ekki að gefa skipanir og því hafi þær lært að koma hlutunum í verk og fá fólk með sér með því að virkja það til þátttöku og leggja áherslu á samvinnu. Stjórnunarstíll hvenna eða karla? stjórnunarstíiiinn sem margar konur hafa tileinkað sér þar sem lögð er áhersla á þátttöku í ákvörðunum, valddreifingu, upplýsingamiðlun og að vekja eldmóð hjá starfsmönnum hentar vel í nútímafyrir- tækjum þar sem krafist er stöðugra breytinga og þátttöku. Þó væri mistök að kalla þetta stjórnunarstíl kvenna þar sem margar konur hafa náð að klifra upp metorðastigann með því að nota hinn hefðbundna „stjórnunarstíl karla“ og hins vegar hafa margir karlmenn tileinkað sér stílinn sem eignaður er konum. Æskilegt væri ef bæði kynin myndu tileinka sér kosti beggja stjórnunarstíla þar sem þeir bæta hvor annan upp. Það að vera öðruvísi er ekki veikleiki heldur styrkleiki. Með því að nota stjórnunarstílana í bland verða fyrirtækin sveigjan- legri og betur í stakk búin til að lifa af í samkeppnisdrifnu og fjölbreyttu umhverfi. Flestar rannsóknir hafa aðeins sýnt fram á lítinn mun á stjórnunarstíl kvenna og karla. Mikilvægt er að hafa í huga að munur á einstaklingum er líklega meiri en munur á milli kynj- anna. Fjölbreytnin innan hvors kynjahóps er auk þess mikill. Kyn er bara einn þáttur. Önnur atriði sem hafa áhrif á stjórn- unarstíl eru m.a. menntun og hæfni, fyrirtækjamenning, stjórnunarstíll næsta yfirmanns, viðurkennd viðhorf innan fyrirtækisins og aðstæðurnar hverju sinni. III 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.