Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 63
KONUR I VIÐSKIPTALIFIIMU ÍSLENSKAR ATHAFNAKONUR ERLENDIS: Linda Bennett er íslensk / Islendingar eiga þekktar athafnakonur erlendis. Margir kannast við Wathne-systur í Bandaríkjunum, Sigrúnu Halldórsdóttur, bókaútgefanda í Kaupmannahöfn, Berglindi Ásgeirsdóttur, aðstoðarfram- kvæmdastjóra hjá OECD, Margréti Ragnarsdóttur hjá MMC í London og áfram mætti telja. Fæstir vita hins vegar að einhver þekktasta skóbúðin í London og þótt víðar væri leitað, LK Bennett, er í eigu hálfíslenskrar athafnakonu, Lindu Kristinar. Textí: Sigrún Davíðsdóttír Linda Kristín er um fertugt, gift og á þriggja ára dóttur, svo það er fleira í lífi hennar en skór frá morgni til kvölds. LK Bennett er einhver þekktasta skóbúðin í London og þó víðar væri leitað, en fæstir hérlendis vita að LK stendur fyrir Linda Kristín. Móðir Lindu Kristínar er Hafdís Bennett myndhöggvari, sem hefur búið í Englandi síðan 1960 og er gift enskum umsvifamanni, Peter Bennett. Hafdís vann hjá Flugfélagi íslands á sínum tíma og kom til London til að vinna á söluskrifstofúnni hér. Peter og Hafdís kynntust þegar hún leigði herbergi í næsta húsi við fjölskyldu Peters. Hann sá hana í garðinum og var ekki lengi að átta sig á að þarna væri konan hans komin. Faðir Peters var töskuframleiðandi og Peter tók síðan við fyrirtækinu. Linda vann fyrst með föður sínum, opnaði meðal annars búð á hans vegum í Hampstead, sem hún keypti síðar af honum. Peter á nú tvær búðir. Linda Kristín er elst systkina sinna, á bróður sem býr á Nýja-Sjálandi en yngsta systirin, Tania, vinnur með systur sinni. Þegar Linda Kristín var útnefnd viðskiptakona ársins fyrr í vor af kampavínsfyrirtækinu Veuve Cliquot var það rækileg viðurkenning á skapandi skógleði hennar og að viðskiptavit hefði blómstrað ærlega síðan hún opnaði fyrstu búðina 1990 í Wimbledon í Suður-London. Hún byijaði að sögn með 14 þúsund punda lán og 13 þúsund pund af eigin fé. Nú á hún 45 LK Bennett búðir í Bretlandi, annars staðar í Evrópu, Austurlöndum og Bandaríkjunum. Meira að segja Parísardömur, sem kalla ekki hvað sem er smart, hafa fallið fyrir skónum hennar Lindu Kristínar eftir að hún gerðist svo djörf að opna þar fyrshi búðina sína fyrir 5 árum í stælgötunni Rue de Grenelle á vinstribakkanum. Alls starfa um 400 manns hjá fyrirtækinu, veltan er um 14 milljónir punda á ári og yfir 100 þúsund pör fara út úr búðunum á ári. Iinda Kristín lærði skóhönnun og er ákafur skóunnandi, á að sögn 200 pör sjálf og hannar LK Bennett skóna sjálf ásamt litlum hópi. Eins og skóglaðir viðskiptavinir hennar vita þá sameina skórnir það að vera einkar smart en alls ekki eins dýrir og þeir líta út fyrir að vera. Skóguðir eins og Jimmy Choo og Manolo Blahnik ómaka sig ekki við að selja skó fyrir minna en 300 pund, en skórnir hennar Lindu Kristínar kosta flestir um 100 pund. Þess vegna eru viðskiptavinir hennar bæði skóelskandi stórstjörnur og skrifstofústelpur. Meðan flestir skóíiramleiðendur láta framleiða skóna á láglaunasvæðum i Austuriöndum heldur Linda Kristín sig við framleiðendur á Italíu og Spáni, þar sem skógerðin á sér ríka hefð. Og hún hefur að sögn engan áhuga á að fleyta fyrir- tækinu á markað, því þar með missi hún yfirstjórnina. Linda Kristín er um fertugt, gift og á þriggja ára dóttur, svo það er fleira í lífi hennar en skór frá morgni til kvölds. ffií Þegar Iinda Kristín var útnefnd viðskipta- kona ársins fyrr í vor af kampavínsfyrirtaek- inu Veuve Cliquot var það rækileg viður- kenning á viðskipta- viti hennar. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.