Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 84

Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 84
? w r KONUR I UIÐSKIPTALIFIIMU Umsjón: Guðrún Helga Sigurðardóttir og Vigdís Stefánsdóttir Ragnheiður Halldórsdóttir, gæðastjóri hjá Marel, hefur gaman af útivist. Með skíðabakteríu Skíðabakteríuna þekkja margir og ein þeirra er Ragn- heiður Halldórsdóttir, gæðastjóri hjá Marel. „Eg hef verið með skíðabakteríuna í um það bil 18 ár og á þessu tímabili hef ég farið svo til árlega til útlanda á skíði,“ segir Ragnheiður. „Svo er ég undir hópþrýstingi að hlaupa en í vinnunni hjá mér er bráðskemmtilegur hlaupaklúbbur sem ég var dregin í á sínum tíma. Eg hleyp tvisvar í viku og stundum um helgar að auki og svo tökum við þátt í ýmsum skemmtilegum hlaupum. Eg hef meira að segja hlaupið í grímubúningi í gamlárshlaupi IR og haft gaman af.“ Ragnheiður lætur ekki þar við sitja því hún er líka í golf- klúbbi. „Það er nú nýtilkomið og eiginlega stórhættulegt því þarna er önnur baktería sem erfitt er að losna við. Eg byijaði að spila í lýrra en árangurinn er nú ekki alveg farinn að skila sér - enda er golf íþrótt sem krefst þess að maður sé bæði þolin- móður og skapgóður! Þolinmæðina þarf til þess að æfa sig og góða skapið til þess að golffélagarnir komi heilir heim eftir að hafa spilað með manni! Þar sem ég tel mig hafa hvort tveggja þá held ég að mér hafi nú tekist að vera nokkuð prúð á velli.“ S3 Skíði, sumar- bústaður og gönguferðir Vilborg Lofts, starfsmannastjóri íslandsbanka, á skíðum ásamt manni sínum, Ásgeiri Ásgeirssyni, og dóttur, Höllu Björk. Mynd úr einkasafni Fæstir hafa bara eitt áhugamál og Vilborg Lofts, starfs- mannastjóri íslandsbanka, er þar engin undantekning. „Ég hef haft áhuga á skíðum í mörg ár en hér sunnan- lands hefur ekki verið auðvelt að finna þeim áhuga farveg undanfarið,“ segir Vilborg. „Við ijölskyldan förum til útlanda á skíði um það bil annað hvert ár. Þetta eru hreint frábærar ferðir og fií. Annars hef ég líka gaman af því að spila golf en ég tek það ekki ennþá mjög alvarlega. Ég spila helst bara í góðu veðri, enda árangurinn eftir þvl.“ Gönguferðir segir Vilborg vera ofarlega á áhugamála- listanum og hún hefur gengið víða innanlands og einnig erlendis. „M.a. í Pyreneafjöllum, sem var mjög ánægjuleg vikugönguferð. Þessi ferð opnaði þó augu mín enn betur fyrir því hve Island er frábært land til gönguferða með öllum sínum litbrigðum, breytilega landslagi og veðurfari. Við erum búin að skipuleggja gönguferð í Lónsöræfi í sumar og ég hlakka mikið til þeirrar ferðar.“ Vilborg notar veturinn meðal annars til lestrar og er í lestrarklúbbi með 4 hressum konum sem hafa hist mánaðar- lega í um 15 ár. „Við gerum okkur far um að lesa bækur frá hinum ýmsu menningarheimum og ræðum um þær okkar á rnilli," segir hún. „En ég vil ekki gleyma þvi sem mér finnst skemmtilegast, það er að vera í sumarbústaðnum með fjöl- skyldunni. Þar hvílum við okkur, hlöðum batteríin og njótum samverunnar með börnunum og spilum golf.“ SH 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.