Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 130
$
KONUR I UIÐSKIPTALIFIIMU
Umsjón: Guðrún Helga Sigurðardóttir og Vigdís Stefánsdóttir
Streitan fljót að hverfa
Anna Lilja Gunnarsdóttir á toppnum á Sveinstindi inni á hálendi Íslands.
Mynd úr einkasafni
Eg kom til íslands 1995, eftir átta ár í námi í Banda-
ríkjunum. Margt hafði breyst á meðan ég var í burtu, m.a.
sá ég fljótt að enginn var maður með mönnum nema hafa
gengið hinn svokallaða Laugaveg, sem er leiðin frá Land-
mannalaugum yfir í Þórsmörk. Ég átti erfitt með að skilja í
fyrstu að ganga í fjóra daga við nokkuð erfiðar
aðstæður, m.a. yfir ár, gæti verið áhugavert. En ég
tók fljótt bakteríuna, keypti mér göngugræjur og
byrjaði að ganga styttri vegalengdir og svo hinn
fræga Laugaveg. Ég fann að streitan eftir erfiða
vinnuviku var fljót að hverfa við göngu í nokkra
klukkutíma í íslenskri náttúru. T.d. að ganga upp
á Sveinstind og horfa yfir hálendið, eða bara að
ganga upp á Ingólfsijall, var nóg til að hlaða
batteríin aftur, fyrir utan það að kynnast náttúr-
unni gangandi sem gefur allt öðruvísi sýn á landið
en að ferðast í bíl,“ segir Anna Lilja Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga hjá
Landspítala háskólasjúkrahúsi.
„Þrátt fyrir að gönguferðirnar væru mér mikil-
vægt áhugamál þá langaði mig til að prófa eitthvað
nýtt. Ég hafði aldrei verið í sveit eins og margir af
mínum vinum í bernsku og fannst vanta m.a.
umgengni við dýr í minn reynsluheim. Ég hringdi
því í Bjarna nokkurn sem rekur reiðskólann Þyril og spurði
hvort hægt væri fyrir mig sem algjöran græningja í hesta-
mennsku að fá kennslu. Hann hélt nú það og stuttu seinna var
ég byijuð og ég var ekki lengi að taka hestabakteríuna sem er
eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert um dagana.“ [ffl
Alltaf á ferðinni
Hún segist hafa orku á við að minnsta kosti tvær
konur og fátt vita skemmtilegra en að ganga um
fjöll og firnindi. Margrét Árnadóttir heitir konan og
er jógakennari, fararstjóri og lífskúnstner.
„Ég breytti gjörsamlega um lífsstíl fyrir nokkrum
árum,“ segir Margrét. „Ég var að þrotum komin vegna
álags, streitu og óskynsamlegra lifnaðarhátta, hafði
ekkert sofið í sjö ár, var komin með ýmsa kvilla og var
eiginlega að keyra mig í kaf.“
Það urðu straumhvörf í lífi hennar og hún hætti að
vinna og fór að lifa lífinu. „Ég hef síðan stundað göngu-
ferðir, ferðast um allan heim sem fararstjóri og til að ná
mér niður stunda ég jóga og íhugun. Ég er í leikfimihóp
og tek þátt í almenningshlaupum og hef tvívegis farið á
ólympíuleika áhugafólks. Sumrunum eyði ég hér heima
og fer með útlendinga í gönguferðir um ísland því það er
ekkert eins gott og óbyggðir íslands að sumarlagi.“3!i
Margrét Arnadóttir í um 3.000 metra hæð á landamærum Spánar
og Frakklands haustið 2003. Mynd úr einkasafni
130