Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 46
Brynja Halldórsdóttir, fjármálastjóri Bykó. „Það skiptir og miklu máli að setja sig vel inn í alla hluti, það krefst tíma og yfirlegu."
Mynd: Geir Ólafsson
Brynja Halldórsdóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI NORVIK
Brynja Halldórsdóttir hefur verið ijármálastjóri Bykó frá
1991 og jafnframt því framkvæmdastjóri Norvikur til
tveggja ára. Hún settist í stjórn KB banka í mars síðast-
liðnum og er í stjórn ýmissa fyrirtækja sem tengjast
Norvikursamstæðunni, t.d. Bykó, Elkó og Kaupáss.
Til að ná langt í atvinnulífinu telur Brynja að þurfi heiðar-
leika og samviskusemi, ákveðna víðsýni og vera fljótur að til-
einka sér nýjungar. Vinnusemina flokkar hún undir sam-
viskusemina. „Það skiptir og miklu máli að setja sig vel inn í
alla hluti, það krefst tíma og yfirlegu," segir hún.
Brynja er 46 ára og viðskiptafræðingur að mennt. Hún segir
að allir sem gangi menntaveginn hafi einhverjar væntingar.
„Eg gekk svo sem ekkert fýrirfram varðaðan veg. Ég var for-
ritari til nokkurra ára og svo höguðu aðstæður því þannig að ég
varð fjármálastjóri banka. Ég var ekkert upptekin af starfsfram-
anum sem slíkum heldur bara því að sinna starfi mínu vel.“
Brynja segir að gjörbylting hafi orðið í starfsumhverfi ijár-
málafyrirtækja. Fjármálamarkaðurinn hafi tekið stakka-
skiptum og ekkert lát verði á því. „ÉJIsé bjart fram undan í
mínum störfum, þetta eru spennandi og skemmtilegir tímar,
bæði í smásölugeiranum og annars staðar. Þá eru störf mín í
KB banka ekki síður áhugaverð, það er afskaplega fræðandi
og skemmtilegt að takast á við þau.“
Erna Gísladóttir
FORSTJÓRI B&L
Lykillinn að góðum árangri í starfi er að vera duglegur,
trúa á sjálfan sig og vinna með góðum hóp. Það skiptir
miklu máli. Það skiptir líka máli að byggja upp gott
tengslanet. Hvað eiginleikana varðar þá er náttúrulega gott
að vera víðsýnn og framsýnn, geta horft fram á veginn og
skipulagt hlutina vel, sjá lýrir hvernig hlutirnir þróast og geta
brugðist við því. Einnig að halda forskoti, vera samkvæmur
sjálfum sér og koma fram við aðra eins og maður vill að þeir
komi fram við sig. Það skiptir líka miklu máli að þora að taka
ákvarðanir,“ segir Erna Gísladóttir, forstjóri B&L.
Erna er hagfræðingur að mennt frá Háskóla íslands og lýkur
meistaragráðu í alþjóða viðskiptum frá háskóla í Barcelona í
46