Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 64
Hafa karlmenn og konur
mismunandi stjómunarstíl?
Hafa karlmenn og konur mismunandi stjórnunarstíl?
Nálgast þau stjórnun með mismunandi hætti?
Texti: Ingrid Kuhlman Myndir: Geir Ólafsson
Hafa karlmenn og konur mismunandi stjórnunarstíl?
Nálgast þau stjórnun með mismunandi hætti? Á undan-
förnum árum hafa margir reynt að svara þessari spurn-
ingu, bæði fræðimenn og þeir sem vinna með konum sem
stjórnendum, leiðtogum og eigendum fyrirtækja. Svörin við
spurningunni eru eins margvísleg og fólkið sem spyr.
Tvær bylgjur kvenstjórnenda Kveikjan að mikilii umræðu
um stjórnunarstíl kvenna og karla var greinin Ways Women
Lead eftir Judy Rosener, sem birtist í Harvard Business
Review árið 1990 byggð á viðtölum hennar við stjórnendur.
í rannsókn sinni komst Rosener, prófessor við viðskipta-
háskólann í Kalíforníu, að þeirri niðurstöðu að munurinn
hafi ekki verið mikill í fyrstu, þegar konurnar byrjuðu að
Greinarhöfundur,
Ingrid Kuhlman, er
framkvæmdastjóri
Þekkingarmiðlunar ehf.
fara í stjórnunarstöður. Þessar brautryðjandi konur fóru
eftir þeim hefðum og „hegðunarreglum" sem höfðu leitt
karlmenn til árangurs. Rosener er hins vegar þeirrar
skoðunar að tilhneigingin í stjórnun í dag til að leggja meiri
áherslu á þátttöku og næmni fyrir tengslum sé ekki tilviljun
heldur bein afleiðing vaxandi áhrifa stjórnunarstíls kvenna.
Önnur bylgja kvenstjórnenda aðlagaðist þannig ekki
stjórnunarstíl og venjum karla heldur notfærðu þær sér
færni og viðhorf sem þær höfðu þróað með sér.
Stjórnun með sverði eða sprota? Rannsókn Rosener leiddi
í ljós að karlstjórnendur lýsa stjórnunarstíl sínum gjarnan
sem því sem kallað hefur verið „transactional leadership" eða
stjórnun með sverði en sá stjórnunarstíll gengur út á það að
tryggja að markmið náist, taka eftir frávikum frá markmiðum
og leiðrétta þau. Þeir setja starfsmönnum viðmið um frammi-
stöðu í starfi, umbuna fyrir æskilega hegðun og refsa fyrir
óæskilega. Karlmenn eru einnig líklegri til að beita því form-
lega valdi sem fylgir stöðu þeirra innan fyrirtækisins.
Konur í stjórnunarstöðum lýsa á hinn bóginn eigin
stjórnunarstíl sem „transformational leadership" eða
stjórnun með sprota, en hún gengur m.a. út á það að taka tillit
til þarfa og tilfinninga starfsmanna við ákvarðanir.
Stjórnendur sem beita þessum stjórnunarstíl hvetja starfs-
menn til að vera meðvitaðir um starf sitt og starfsumhverfi og
finna leiðir til að bæta það. Þeir reyna markvisst að ýta undir
þroska og sjálfstraust starfsfólks og hafa skýr markmið og
framtíðarsýn. Þar sem konurnar höfðu oft ekki sama aðgang
að formlegu valdi sögðust þær beita persónueinkennum
sínum, samskiptafærni, dugnaði og persónulegum tengslum
64