Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 137
FÖLK
Texti: ísak Öm Sigurðsson
ANZA sérhæfir sig í
rekstri tölvukerfa sem
felur í sér þjónustu við
notendur og vinnustöðvar
þeirra og einnig rekstur á net-
þjónum og netbúnaði, annað-
hvort í húsakynnum við-
skiptavina eða í fullkomnum
vélasölum ANZA Hjá fyrir-
tækinu starfa um 70 starfs-
menn. Starfsfólk þess er mjög
hæft og hefur sótt menntun
sína og þjálfun víða. Lögð
hefur verið áhersla á það að
hlúa vel að þessari mikilvæg-
ustu auðlind okkar. Mannleg
og ijölskylduvæn starfs-
mannastefna er ríkjandi og
virðing borin fyrir einstakl-
ingnum í hvívetna,“ segir Inga
Lára Hauksdóttir, fjármála- og
starfsmannastjóri ANZA
,ANZA hefur nokkra sér-
stöðu á þessum markaði. Það
er óháð vörumerkjum og
selur hvorki vélbúnað né
Inga Lára Hauksdóttir er með próf í sálfræði við Háskóla íslands en að auki er hún með
IATA/UFTAA, alþjóðlegt ferðamálapróf, og lauk MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík á
dögunum.
Inga Lára Hauksdóttir, ANZA
hugbúnað. Þetta skiptir
miklu máli til þess að öðlast
trúverðugleika í ráðgjöf og
rekstrarþjónustu. Fyrirtækið
býður rekstur tölvukerfa
undir formerkjum fastverðs-
samninga þannig að kostnað-
ur fyrirtækja vegna reksturs
tölvukerfa er fastur og fyrir-
séður. Það er eina fyrirtækið
sem býður rekstur tölvu-
kerfa á Islandi, og eitt af
fáum í Evrópu sem hefur
fengið hina eftirsóttu vottun
samkvæmt staðlinum BS
7799 (ISO 17799) um
stjórnun upplýsingaöryggis.
Allt verklag okkar er í sam-
ræmi við vottaða öryggis-
handbók fyrirtækisins og
öryggishugsun er mjög áber-
andi meðal starfsfólks þess.
ANZA hefúr frá upphafi
lagt áherslu á góð og persónu-
leg tengsl við viðskiptavini
sína og hefur ijölbreytileg
þjónusta fyrirtækisins þróast í
takt við væntingar og þarfir
viðskiptavina. Það hefur séð
um rekstur tölvukerfa fyrir
fýrirtæki og stofnanir frá
1997. Meðal viðskiptavina
þess eru Síminn, Alcan á
Islandi, Mjólkursamsalan í
Reykjavík, Línuhönnun,
Logos lögmannsþjónusta,
Landmælingar Islands, Vega-
gerðin, Straumur Ijárfestinga-
banki, Islandsflug, Verslunar-
mannafélag Reykjavíkur og
margir fleiri."
Inga Lára er stúdent frá
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð. Að loknu stúdentsprófi
lagði hún stund á nám í sál-
fræði við Háskóla Islands en
að auki er hún með
IATA/UFTAA, alþjóðlegt
ferðamálapróf, og var að ljúka
MBA-námi frá Háskólanum í
Reykjavík nú í júní. Lokaverk-
efni hennar flallaði um það
hvernig ANZA getur byggt
upp menningu sem styður
við stefnu fyrirtækisins. „Það
er því áhugamál mitt að vinna
tillögum mínum brautar-
gengi innan fýrirtækisins. Eg
starfaði í sex ár á lögmanns-
stofu, átta ár hjá Flugleiðum
(nú Icelandair), í fyrstu hjá
Flugleiðum innanlands og
síðar sem deildarstjóri Far-
gjaldadeildar Flugleiða. Eg
hef starfað hjá hér síðastliðin
þijú og hálft ár.“
Inga Lára er gift Einari
Olafssyni, innkaupa- og
sölustjóra hjá JS Gunnars-
syni, og eiga þau tvö börn,
Hildi Sigrúnu, 13 ára og
Hrannar, 10 ára. „Frítíma
minn vil ég helst nýta með
Jjölskyldunni og er fótbolti í
miklu uppáhaldi hjá okkur
öllum. Einnig ferðumst við
mikið saman jafnt innan-
lands sem utan. A veturna
eru skíðin alltaf tiltæk svo
hægt sé að skella sér í
brekkurnar þegar tækifæri
gefst. Einnig er lestur góðra
bóka eitthvað sem ég nýt
þegar tækifæri gefast, en
hef ekki haft mikinn tíma til
að sinna því undanfarin 2 ár
á meðan ég var í MBA-
náminu." S9
137