Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Síða 10

Morgunn - 01.06.1977, Síða 10
8 MORGUNN skýri þér frá því, sem ég veit meS vissu, en þú ert auðvitað alveg sjálfráður, hvort þú tekur það trúanlegt eða ekki. Vér skulum nú taka hvert atriðið á fætur öðru. En til þess, að þér verði þau sem ljósust, er þér nauðsynlegt að fá að vita ofurlitið meira um eðli mannsins en þeir menn vita almennt, sem hafa ekki aflað sér þekkingar í þeim efnum. Þér hefur að líkindum verið kennt, að maðurinn sé gæddur einhverju ódauðlegu, sem menn nefna „sál“, og ætlað er að lifi eftir dauða líkamans. Ég vildi feginn geta losað þig við þessa reik- ulu hugmynd, svo að þú gætir skilið, að þótt þetta sé að vissu leyti satt, þá gera menn sér yfirleitt ekki fyllilega grein fyrir því, sem um er að ræða. Þú ættir ekki að þurfa að segja sem svo, að þú vonir að þú hafir ódauðlega sál, heldur, að þú vitir að þú sért ódauðleg sál; því það er sannleikurinn. Maðurinn er sál og hefur líkama. Líkaminn er ekki sjálfur maðurinn, heldur hinn ytri og sýnilegi búningur hans. Dauðinn er í því fólginn, að vér leggjum af oss slitinn búning, sem vér höfum haft til að starfa í hér á jörðinni. Hann er því ekki i frekara skilningi endalok lífsins en það, að vér förum úr yfirhöfninni. Og þar af leiðandi hefur þú ekki misst ástvin þinn; þú hefur aðeins misst sjónar á þeim búningnum, sem þú varst vanur að sjá hann i. En þótt búningurinn sé horfinn, er vinur þinn ekki frá þér farinn. Og þú elskaðir hann sjálfan, en ekki að- eins líkamann, sem hann var í. En, áður en þú getur skilið ástand vinar þíns, verður þú að skilja, hvað þú ert í raun og veru. Þú verður að reyna að skilja þau grundvallarsannindi, að þú ert ódauðleg vera, ódauðleg, sökum þess, að þitt innsta eðli er af guðdómlegum uppruna, er neisti hins guðdómlega elds. Þú hefur verið til, áður en þú iklæddist þessum jarðneska líkama, og það á fyrir þér að liggja að lifa um óteljandi árþúsundir eftir að hann er orðinn duft eða aska. „Guð skapaði manninn í mynd og lík- ingu eilífðarinnar“. Þetta er engin ágizkun svona rétt út i bláinn eða reikul trúarskoðun, heldur vísindaleg sannreynd eða vissa, eins og þú getur séð, ef þú kynnir þér rit guðspek- inga, er fjalla um þetta efni. Þetta líf, sem þú lifir nú, er í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.