Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Page 11

Morgunn - 01.06.1977, Page 11
TIT; SYRGJANDI MANNA . . 9 raun og veru aðeins einn dagur í eilífðarveru þinni. Sama er auðvitað að segja um æfi vinar þíns. Hann er ekki dáinn, — það er aðeins likami hans, sem lagstur er til hinnar hinztu hvíldar. En þú mátt ekki hugsa sem svo, að vinur þinn sé nú aðeins ólíkamlegur andi eða reykur, allt öðruvísi en hann átti að sér að vera. Páll postuli sagði endur fyrir löngu: „Til er náttúr- legur líkami og til er andlegur líkami“. Þessi orðatiltæki hafa oft og einatt verið misskilin. Menn hafa liugsað sér, að vér fengjum þessa líkami, hvorn á eftir öðrum, og þeir vita ekki, að vér höfum þá báða hér i lífi. Þú, sem lest þetta, hefur bæði náttúrlegan eða jarðneskan líkama, sem þú getur séð, og ann- an æðri líkama, sem þú getur ekki séð; líkamann, sem Páll postuli nefndi „hinn andlega líkama“. Þá er vér afklæðumst jarðneska líkamanum, liöldum vér áfram að lifa og starfa í hinum andlega líkama. Og, ef vér líkjum jarðneska líkam- anum við yfirhöfn, mætti líkja hinum andlega líkama við al- gengan utanyfirklæðnað, sem vér göngum í við innanhússtörf vor. En þú afklæðist ekki jarðneska líkamanum í fyrsta skipti við andlátið. Þú ferð úr honum á hverri nóttu, meðan þú sef- ur, og svifur þá um í hinum andlega líkama. Hann er að vísu ósýnilegur í efnisheiminum, en er fullkomlega sýnilegur þeim, sem eiga nú heima í andlegum heimi. Hver líkami skynjar aðeins það, sem er á sama tilverustigi og hann. Jarðlíkami þinn skynjar t. d. aðeins jarðneskan líkama annarra manna, og hinn andlegi líkami sér aðeins hinn andlega likama þeirra. Þá er þú hverfur aftur inn í jarðlíkama þinn og vaknar af svefni í hinum lægra heimi, rekur þig stundum minni til þess, sem fyrir þig hefur horið yfir í hinum ósýnilega heimi. Slík endurminning er oft og einatt mjög úr lagi færð, og köllum vér hana drauma. Það má því kalla svefninn skammvinnan dauða. Munurinn á lionum og hinum svonefnda verulega dauða er sá, að þú ferð ekki svo langt frá líkama þínum, að þú getir ekki iklæðst honum aftur. T hvert skipti, sem þú sofnar, ferð þú inn á það tilverustig, sem vinur þinn dvelur

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.