Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Síða 16

Morgunn - 01.06.1977, Síða 16
14 MORGUNN væri yfir dauðadjúpið, er i raun og veru hjá þér eftir sem áður. Þegar þið standið hvor lijá öðrum, þú í efnislíkamanum og hann í andlegum líkama, getur þú ekki orðið var við hann. En undir eins og þú sofnar og yfirgefur líkamann, ert þú hjá honum með fullri meðvitund. Þau kynni, sem þú hefur af honum, eru líka alveg eins veruleg og áður. Þar af leið- andi finnur þú aðeins til skilnaðarins þær stundimar, sem þú ert vakandi. Því miður er meðvitund meginþorra manna þann veg far- ið, að þótt þeir muni það fullvel, þegar þeir eru í „andlega líkamanum“, sem drifið hefur á daga þeirra hér i heimi, þá geta þeir ekki munað, er þeir vakna, hvað fyrir þá hefur kom- ið á meðan þeir voru yfir í andlega heiminum. En, ef minnið væri fullkomið, mætti með sanni segja, að vald dauðans væri brotið á bak aftur, því að þá gæti mönnum ekki fundizt að um verulegan skilnað væri að ræða. Nokkrir menn hafa nú þegar þroskað hjá sér óslitna meðvitund, svo að þeir muna eins það, sem við ber í æðra heimi, er þeir vakna. Það á og fyrir oss öllum að liggja að fá fullkomið minni, því að það fylgir með hinni andlegu framþróun mannkynsins. Þessi þroski er þegar farinn að koma í ljós hjá fjölda mörgum, svo að þá rekur óljóst minni til ýmissa atvika, sem fyrir þá hafa borið í „andlega heiminum“. En þeir menn, sem hafa ekki aflað sér þekkingar á draumum og vita ekki, hvað þeir eru, eru gjarnir á að skoða allt slikt sem eintómt rugl, sem sé ekki takandi mark á. En jafnvel þótt þeir séu tiltölulega fáir, sem hafa nú þegar þroskað hjá sér fullkomið minni og fulla sjón eða dulskyggni, þá eru þeir þó margir, sem finna oft návist látinna ástvina sinna, þótt þeir geti ekki beinlínis séð þá. Svo eru og aðrir, sem vakna oft með friðsælar tilfinningar. Það eru afleiðingar af þvi, sem fyrir þá hefur borið í hinum ósýni- lega heimi, jafnvel þótt þeir geti ekki munað, hvað það hefur verið. Þú verður að hafa það jafnan hugfast, að vér lifum nú í hinum lægra heimi, og að hinn æðri og víðáttumeiri heimur umlykur þennan. í hvert skipti, sem vér komum yfir í hinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.