Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 20

Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 20
18 MORGUNN andlegum hæfileikum búnir, því að þeir fást þá jafnan við önnur störf. En hver, sem keppir að því að afla sér æðri þekk- ingar og víðtækari, eða sækist eftir listum, er margfalt sælli í öðrum heimi. Þess ber og að gæta, að menn geta eins séð að sér eftir að þeir eru komnir yfir í hinn æðra heim, og tekið að lifa skynsamlegu lífi, ef þeir vilja. Gáfu- og listamenn eru að jafnaði frábærlega sælir i öðrum heimi, en ennþá sælli held ég að þeir menn séu, sem hafa haft unað og gleði af því að hjálpa og frfeða og bæta úr böli annarra manna. Því þótt í öðrum heimi sé enginn efnaskort- ur, þorsti, kuldi og ekkert hungur, þá eru margir hryggir og þarfnast huggunar, og margir fávísir fræðslu. Því, vegna þess, að menn hér í álfu vita yfirleitt svo lítið um lífið „hin- um megin grafar“, þá þarfnast þeir mjög uppfræðslu og leið- beininga um svo margt, þegar þangað er komið. Og þeir, sem fróðari eru, geta frætt þá og uppörvað, þar eins og hér. En vér verðum að hafa það hugfast, að þótt vér notum orðin: „þar“ og „hér“, til þess að tákna með hið sýnilega og ósýni- lega tilverustig, þá er hinn ósýnilegi heimur engu síður hér á þessum stað, sem vér nú stöndum á. Hann umlykur oss á alla vegu, og vér megum ekki láta oss detta í hug, að hann sé aðeins einhvers staðar úti i fjarlægum álfum alheimsins. Það mætti og spyrja, hvort hinir látnu ástvinir vorir geti séð og heyrt til vor. Þeir geta að vísu séð oss og vitað hvem- ig oss líður, en þeir heyra ekki orðin, sem vér tölum, og vita heldur ekki greinilega run margt af því, sem vér gerum hér í heimi. Vér skulum nú sjá, hvað þeir geta vitað og hvað ekki. Þeir lifa í hinum svonefnda andlega líkama. Vér höfum og sams konar líkama, og hann er nákvæm eftirmynd jarðneska likamans. Þær stundirnar, sem vér vökum, er meðvitund vor í jarðneska líkamanum. En eins og áður er sagt, skynjar hann ekki nema þá hluti, er tilheyra efnisheiminum, og andlegi likaminn aðeins þá hluti, sem eru í hinum andlega heimi. Það, sem hinn látni sér af oss, er því andlegi líkaminn, og hann á engan veginn erfitt með að greina hann. Þegar vér sofnum, vöknum vér í hinum andlega heimi. Það er að segja:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.