Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Side 26

Morgunn - 01.06.1977, Side 26
24 MORGUNN jafnaði stutta stund í öðrum heimi. Þau hverfa innan skamms aftur til jarðarinnar og fæðast oft aftur út af sömu foreldr- um. Á miðöldunum fundu munkarnir upp á því að telja mönn- um trú um, að öll börn, sem dóu óskirð, væru að eilífu glöt- uð. Skírnin er að vísu blessunarrík helgiathöfn, en hvemig getur nokkur hugsandi maður trúað þvi i alvöru, að ef þessi ytri athöfn færist fyrir, yrði breyting á hinum órjúfanlegu lögmálum guðs eða að hinn kærleiksriki faðir breyttist við það allt í einu í grimman og vægðarlausan harðstjóra? Vér höfum nú aðeins minnst á, hvemig vér getum haft kynni af ástvinum vorum, sem á undan eru famir, á meðan vér sofmn. Það erum þá vér, sem komum til þeirra, en þeir ekki til vor. En það er ekki svo að skilja, að þeir geti ekki komið til vor. Þeir geta oft og einatt heimsótt oss, birzt með sérstökum hætti, eins og á sér stað með sambandstrúarmönn- um (spíritistum), þar sem hinir látnu geta gert sig svo lík- amlega um stundarsakir, að vér getum séð þá (með líkamleg- um augum) og þreifað á þeim. f riti mínu The Other Side of Death er skýrt frá ýmsum dæmum, þar sejn látnir menn birtast af sjálfsdáðum, og oftast í því skyui að biðja þá, sem eftir lifa, að bæta úr einhverju, sem valdið hefur þeim kviða og órósemi. Og þegar slikt kemur fyrir, ættu menn að reyna að komast sem fyrst eftir þvi, hvað þeim liggur á hjarta og uppfylla óskir þeirra, svo að þeir geti lifað í friði í hinum and- lega heimi. Ef þú hefur nú getað fallizt á það, sem ég hef sagt, hlýtur þú að sjá, að þótt það sé í alla staði eðlilegt, að vér syrgjum látna ástvini, þá er sorg vor eigi að síður sprottin af van- þekkingu, og er það böl, sem bæta verður úr. Það er engin ástæða til að syrgja þeirra vegna, því að þeir lifa nú miklu sælla lífi en nokkru sinni áður. Og, ef vér hörmum, sökum þess, að vér hugsum að þeir séu frá oss famir, þá hörmum vér það, sem hefur ekki átt sér stað, því að þeir hafa aldrei yfirgefið oss. Hins vegar er það sprottið af eigingirni, ef vér hugsum meira um hið tímanlega tjón, sem vér höfum orðið fyrir, en um það, sem þeir hafa unnið við það að fara héðan.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.