Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Síða 27

Morgunn - 01.06.1977, Síða 27
TIL SYRGJANDI MANNA . . 25 Vér verðum að kosta kapps um að verða ósérplægnir, og öll ast ætti helzt að vera laus við alla eigingirni. Vér ættum fyrst og fremst að hugsa um þá, en ekki um sjálfa oss, ekki hvað við hefðum helzt kosið, heldur það, sem er þeim fyrir beztu og flýtir fyrir framförum þeirra. Þegar vér syrgjum og sökkvum oss niður í örvinglun, send- um vér út frá oss svört ský og þungbúin, sem umkringja þá á alla vegu, því ást þeirra og hluttekning í kjörum vorum gerir þá næma fyrir hinum skaðlegu áhrifum. Vér ættum því öllu heldur að nota það tækifæri, sem vér höfum, til þess að hjálpa þeim, í staðinn fyrir að stemma stigu fyrir framförum þeirra. En til þess þurfum vér bæði á stillingu og fórnfýsi að halda. Vér verðum að venja oss á að gleyma sjálfum oss, og hugsa aðeins um að hjálpa þeim, að svo miklu leyti sem í voru valdi stendur. Allar hugsanir vorar og tilfinningar hafa áhrif á þá, og þess vegna ættum vér að forðast að láta daprar hugsanir eða harmþrungnar ná til þeirra. Og þar eð allar líkur eru til, að þeir láti sér mjög annt um líðan vora, þá ættum vér að reyna að vera ánægðir með lifið eða að taka að minnsta kosti því mótlæti, sem að höndum ber, með hugarró og stillingu, til þess að sannfæra þá um, að þeir þurfi ekki að bera neinar áhyggjur vor vegna. Og, ef þeir hafa ekki getað aflað sér þekkingar á lífinu eftir dauðann, á meðan þeir lifðu hér í heimi, þá ættum vér ekki að bíða með að afla oss slíkrar fræðslu, svo vér getum þá sjálfir veitt þeim hana þær stundir sólarhringsins, sem vér erum hjá þeiin. Og þar sem hugsanir vorar og tilfinningar vekja oft sams konar hugs- anir hjá þeim, verðum vér að sjá um, að vér hugsum helzt ekki um annað en það, sem getur orðið þeim til gleði og hug- hreystingar. Reyndu að sjá eining lífsins í öllu og alls staðar. Guð er einn og allir eru eitt í honum. Og, ef vér fáum komið auga á hina eilífu og órjúfanlegu eining kærleikans, hlýtur sorg vor að hverfa. Vér skiljum þá, að hvort heldur sem vér og ást- vinir vorir lifum eða deyjum, þá erum vér drottins, og að „í Honum lifum, hrærumst og erum vér“. Sorg vor á rót sina að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.