Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Side 29

Morgunn - 01.06.1977, Side 29
KRISTJÁN FRÁ DJtJPALÆK: ÓLAFUR TRYGGVASON HU GLÆKNIR Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. feb. 1975. Fárra manna er svo djúpt saknað. Ötrúlega margir stóðu í þakkarskuld við hann. Og okkur, nánustu vinum hans, gengur seint að átta okkur á því, að hann sé ekki lengur í kallfæri. Líf hans var svo óvenjulega lifandi. Ölafur var vitur maður og kærleiksríkur. Hann var einnig gæddur þeim sjaldgæfa eiginleika að geta miðlað sjúkum og vanmáttugum læknandi orku. Þessi orkubrunnur áttí. ekki aðeins uppsprettu í hans eigin inni, heldur gat hann ausið af þeim lifgefandi lindum, sem guðir gefa kjörbömum sínum vald til að fylla ker sín í, til svölunar hinum aðframkomnu. Auk þessara náðargjafa, vitsmuna, góðvildar og dularhæfi- leika, átti hann í ríkum mæli þær d}rgðir, sem mestar eru og vænlegastar til aleflingar þeiri'a, en það er hugrekki til að játa opinberlega dýpstu sannfæríngu og standa við hana. Og svo óbugandi viljaþrek til að yfirstíga hvern þröskuld, er verður á vegi þeirra manna, sem leita andlegs vaxtar. Ölafur var einlægur trúmaður, og trú sinni leitaði hann ekki aðeins næringar á sviði tilfinninga, heldur einnig vits- muna og vísindalegra kannana. Kristur var meistari Ölafs í lifi sínu og orði. Honum og í hans anda vann hann hvert verk, bæði andlegt og veraldlegt. Kristur var Ólafi ekki aðeins vegsögumaður, heldur var hann honum vegurinn sjálfur. Á hérvistardögum sínum valdi Kristur sér lærisveina úr hópi óbreyttra alþýðumanna. Hlutverk ]>að, sem hann fól

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.