Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Síða 31

Morgunn - 01.06.1977, Síða 31
ÓLAFUR TRYGGVASON HUGLÆKNIR 29 sig og samfélagið. Hann naut ekld mikillar skólagöngu, en varð sannmenntaður af sjálfsnámi og íhugun. Skáldskapur, einkum ljóð, urðu honum lifandi uppspretta yndis og örvunar. Meðfædd réttlætiskennd knúði hann til samstarfs við fram- sæknar félagsmálahreyfingar, þátttakan efldi hjá lionum rök- hugsun og mælsku. Hann vanrækti ekki hið veraldlega, þó hann þjónaði guðunum án undanbragða. Ólafur var kominn um sextugt, er hann fór að skrifa bækur, en hann kom fram sem fullveðja ritliöfundur strax með fyrstu bók sinni. Hann flutti einnig mikinn fjölda erinda og mun það sannmæli, að hann hafi vart um það efni fjallað, sem ekki vakti óskipta athygli þeirra, er hlýddu, og gildir það sama um bækur hans. Ólafur var maður sístarfandi, en aldrei var hann svo önnum kafinn, að hann væri ekki reiðubúinn að ganga frá verki til að liðsinna sjúkurn og sorgmæddum, annað- hvort með persónulegri snertingu eða helga þeim hugleiðslu- shrnd úr fjarska. Þessi þjónustustörf í anda Krists stundaði hann lengst af ævi, og hin síðari ár hafði hann opna lækninga- stofu og viðtalstíma eins og læknir og það með óvefengjanleg- ur árangri. Ritstörf Ólafs féllu eðlilega að því hlutverki, er hann hafði tekið við i lífinu, að líkna og fræða. Bækumar samanstanda af ritgerðum að mestu nema ein, sem er skáldsaga, er sýnir, hvernig skilningur, ástúð og umburðarlyndi sigra hverja raun. Og hann segist skrifa bækur vegna þess, að hann þekki svo mikið af angist og ógæfu, en einnig þá lýsandi leiðtoga, er bendi á bjartari leiðir. Hann gaumgæfir mjög orð Krists, rekur þau og útskýrir og telur, að hver, sem leiti hjálpar hans, fái hana, og hver, sem hugfesti kenningu hans, sé á réttum vegi til lífshamingju. En Ólafur var maður frjálslyndur og kreddulaus. Hann fagnaði hverri nýrri kenningu og uppgötv- un, er benti til farsældar mannanna barna. Hann fylgdist vel með sálarrannsóknum og dulfræða, og hin nýju sannindi, er upplukust með „atómöld“ í eðlis- og rafeindafræðum, urðu lionum tæki til sönnunar kenninga sinna um einingu alls. Hann var svo heppinn að lifa þá tið, er sjálfir dýrkendur efnis-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.