Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Qupperneq 33

Morgunn - 01.06.1977, Qupperneq 33
ÓLAFUR TRYGGVASON HUGLÆKNIR 31 Það er mikilsvert að eiga svo skýrt markaða greinargerð Ölafs sjálfs um trú hans á manninum, og það þarf manndóm til að standa við þessa lífsskoðun frammi fyrir heiminum og þeim bókmenntasmekk, sem þar ræður ríkjum nú um sinn. Það er ekki nóg að vilja og veita, menn verða líka að þora. Bækur Ölafs Tryggvasonar hafa sérstöðu meðal íslenzkra bóka. Þótt þjóðin hneigist mjög til íhugunar um andleg mál og dulhyggju, hefur aðeins sárafáum höfundum, sem um þau mál fjalla, tekizt að hefja boðskap sinn í andlegar hæðir og tjá sig á listrænan hátt svo sem Ölafur gjörir. Ýmsir kaflar verka hans eru innblásnir af heilögum anda. Mér finnst oft, er ég les bækur Ólafs, að stærð viðfangsefnanna, snilld fram- sögunnar og mikilvægi boðskaparins geri það að sigurtákni lífs hans og óvenju glöggri leiðsögn hverjum lesanda, er leitar sannleikans. Hverjum þeim, sem við erfiðleika á að stríða, munu bækur lians örugg hjálp. Það kann að vera, að manni, sem lífið leikur við, sé ekki nauðsynlegt að lesa þær, en færi svo, að lífið hætti leik sinum, væri gott að vita, að þessar bækur eru til. Ég sagði í upphafi þessa máls, að við vinir Ólafs ættum erfitt með að trúa því, að hann væri farinn héðan, og raunar byggi ég það á nokkurri reynslu, að hann geti enn haft sam- band við þá, er hlusta vilja á bylgjum eilífðarinnar. Menn skyldu þvi stilla harm sinn vegna brottfarar hans, kannski stendur hann okkur nær en nokkru sinni. f minningunni sjáum við vinir Ólafs hann fyrir okkur traustan og fagran eins og hugsjónir hans. Hinn ytri líkami tekur á móti andanum, sem í honum býr. Ljúfur var hann og elskulegur í viðkynningu, þó stóð hann manna fastast á skoðun sinni og hopaði ekki fyrir neinum. f mínum augum var hann mikilmenni. Allir, sem kynntust honum, eru ríkari eftir, og með lestri bóka hans færari um að mæta því vábrimi, sem hrynur að hverri byggðri strönd. Mannkynið er statt á dimmum vegi. Það þarfnast ljóss og þráir dagrenningu. Það þyrstir eftir hinu lifandi vatni. Niður þess er í bókum Ólafs Tryggvasonar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.