Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Side 37

Morgunn - 01.06.1977, Side 37
MAÐURINN STENDUR EKKI EINN 35 Hver hefur þá komið því þarna fyrir? 1 þriðja lagi: Vizka sú, sem birtist í dýralifinu, ber ótvíræSan vott um góSan Skapara, sem veitti éðlishvötina litlum skepn- um, sem annars hefSu veriS bjargarlausar. Ungi laxinn er árum saman í hafinu, en snýr svo aftur til árinnar og hann ferðast upp ána þeim megin, sem þveráin, sem hann er fæddur í, rennur i hana. Hvað er það, sem rekur hann aftur af svo mikilli nákvæmni? Takirðu hann og sleppir honum i aðra þverá, finnur hann þegar á sér að hann er á rangri leið og brýzt til baka niður meginána og snýr svo við á réttum stað gegn straumnum til þess að hlýða örlögum sínum og ljúka ferð sinni á réttan hátt. Ennþá dularfyllri er þó leyndardómur álanna. Þessar furðu- legu skepnur halda, er þær hafa náð kynþroska, úr ám og tjörnum hvaðanæva og hverfa allar til hinna sömu feikna- djúpa við Bermudaeyjar; Evrópuállinn ferðast þannig þús- Undir milna um hafið. Og þarna hrygna þeir og deyja. Smá- állinn, sem virðist ekkert vita annað en það, að hann er staddur í auðnum úthafsins, snýr engu að síður heim á leið og ratar ekki einungis til þeirrar strandar, er foreldrarnir komu frá, heldur í sömu árnar, vötnin og smátjarnirnar. Eng- inn Ameríkuáll hefur nokkru sinni veiðst i Evrópu og eng- inn Evrópuáll í amerískum vötnum. Náttúran hefur jafnvel frestað kynþroska evrópsks áls um ár eða lengur til þess að reikna með liinu langa ferðalagi. Hvar á þessi leiðbeinandi eðlishvöt upptök sín? 1 fjórða lagi: MaSurinn hefur þaS, sem meira er en éSlis- hvötin — ályktunarhæfileika éSa skynsemi. Ekkert annað dýr er kunnugt um, að hafi nokkru sinni getað talið upp að tíu, eða jafnvel skilið það sem í tölunni felst. Ef líkja má eðlishvötinni við nótu flautunnar, hefur heili mannsins allar nóturnar í hljóðfærum hljómsveitarinnar. Það er óþarfi að ræða þetta fjórða atriði nánar, svo er mannlegri skynsemi fyrir að þakka, að við getum ímyndað okkur mögu- leika þess, að við séum það sem við erum einungis sökum þess, að okkur hafi verið veittur neisti af alheimsvitsmunum.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.